Þriðjudagur 23. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Ragnar er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnar Ómarsson matreiðslumaður er látinn, tæplega 52 ára að aldri. Hann fæddist í Keflavík þann 4. júlí 1971 og lést 1. júní síðastliðinn. Hann var í fremstu röð íslenskra matreiðslumanna og vann til fjölda viðurkenninga sem slíkur.

Að loknu námi starfaði Ragnar sem matreiðslumaður á veitingastöðum víða um heim, meðal annars í Osló og Kaliforníu. Seinna starfaði hann sem yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti, Leikhúskjallaranum og á veitingastöðunum SALT og DOMO. Ragnar nýtti sérþekkingu sína á sviði matreiðslu í að endurræsa veitingastaði og gæða þá nýju lífi. Hann var valinn Matreiðslumaður ársins árið 1999, matreiðslumaður Norðurlanda árið 2003 og lenti í 2. sæti í alþjóðlegu „One World“-matreiðslukeppninni sem haldin var í Suður-Afríku árið 2007.

Ragnar var lykilmaður í matreiðslulandsliði Íslands áður en hann tók við því sem þjálfari árið 2006. Auk þess hreppti Ragnar silfur- og bronsverðlaun með landsliðinu á Ólympíuleikunum í Erfurt í Þýskalandi árið 2001.

Móðir hans var María Hafdís Ragnarsdóttir, dáin 1. júlí 2017 og faðir hans er Ómar Hafsteinn Matthíasson. Ragnar lætur eftir sig tvö börn, Maríu Lív og Oliver Snorra.

Morgunblaðið sagði frá andláti hans.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -