• Orðrómur

Ragnar með enn eitt „heilræði“ til stjórnmálakonu: „Ekki segja mér hvað ég á að gera!“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Svo virðist sem tilætlunarsemi Ragnars Önundarsonar, fyrrverandi bankastjóra, eigi jafnt við um vinstri og hægri konur. Frægt er þegar hann setti út á mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, núverandi dómsmálaráðherra, en Ragnar taldi að mynd af henni með blautu hári sem hún birti á Facebook væri ekki viðeigandi.

Nú segir hann Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að láta forsetann vera í friði. Sólveig skrifar fyrr í dag: „Ef örlagadísirnar verða mér hliðhollar og ég fæ að verða gömul kona ætla ég kannski að rita endurminningar mínar og þá er ég að velta því fyrir mér að kannski verði titillinn „Stríð mitt við allar stofnanir samfélagsins“ mögulega viðeigandi.“

Sjá einnig: Sólveig undrast „tryllingslegt gróðabrask“ forsetahjóna: Forsetinn okrar á leigjendum

- Auglýsing -

Með þessu deilir hún skjáskoti af frétt þar sem hún gagnrýnir forseta Íslands fyrir að okra á leigjendum sínum.

Ragnar skrifar athugasemd við þetta og segir: „Láttu forsetann vera í friði.“ Þessu svarar Sólveig og uppsker fjölda læka: „Ekki segja mér hvað ég á að gera!“ Því svarar svo Ragnar: „Þetta er hugsað sem heilræði.“ Sólveig svarar: „Ég er mín eigin heilræðadís“.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -