• Orðrómur

Ragnar segir það varla borga sig að greiða lífeyri: „Varðhundar kerfisins komnir á yfirsnúning“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir á Facebook að fyrir fólk á lágum launum borgi sig varla að vera samviskusamur með að borga í lífeyri. Hann sýnir hvernig það skilar sér í sára litlum umfram pening en sá sem borgaði aldrei. Hann segir huldufólk þó ávallt koma og verja þetta kerfi þegar það er gagnrýnt.

„Samtryggingarfólkið. Taka tvö. Nú eru varðhundar lífeyriskerfisins komnir á yfirsnúning við að verja samtryggingarhluta lífeyriskerfisins. Huldufólk úr verkalýðshreyfingunni sem sjaldan kemur fram og fæst okkar þekkja með nafni, nema þegar hugmyndafræði þeirra og ranghugmyndum um lífeyrissjóðakerfið er ógnað. Þessi hópur berst hatrammlega gegn því að fólk hafi raunverulegt val um hvort hækkun iðgjalds í lífeyrissjóði 3,5% fari í samtryggingu eða hvort fólk geti ráðstafað því í frjálsa séreign,“ skrifar Ragnar.

Hann segir þetta fólk ekki vilja að almenningur hafi frelsi til að velja um þetta. „Rökin sem þetta fólk heldur á lofti er mikilvægi samtryggingar vegna örorkulífeyris eða að hún sé svo mikilvæg fyrir lægst launuðu hópana.  En hvernig virkar samtryggingin? Samtryggingin virkar þannig að með því að greiða í samtryggingu tryggir lífeyriskerfið réttindi sem ávinnast sem hlutfall af meðaltali ævitekna. Þannig að 15,5% iðgjald í samtryggingarhluta lífeyrissjóðanna tryggir 72% af meðaltekjum yfir starfsævina, miðað við 40 ára inngreiðslu. Sem þýðir að láglaunafólkið sem aldrei náði endum saman af lágum launum sínum fær aðeins 72% af meðaltekjum sem það gat aldrei lifað á,“ segir Ragnar.

- Auglýsing -

Hann setur upp dæmi um þá stöðu sem láglaunamaður stendur frami fyrir. „Með öðrum orðum tryggir lífeyriskerfið að fátæktin nái yfir gröf og dauða. (Ath.réttindaávinnsla getur verið mismunandi eftir sjóðum. Í dæminu hér neðar er stuðst við reiknivél Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og reiknivél TR) Tökum dæmi um hvernig „samtryggingarkerfið“ virkar í raun og veru: Meðallaun forstjóra í kauphöllinni í fyrra voru um 4,8 milljónir á mánuði.

Hann fær í lífeyri eða réttindi sem nemur 3.798.269 kr. á mánuði eða 2.196.375 kr. á mánuði eftir skatt. Og í framreiknuð örorkuréttindi 3.686.594 kr. á mánuði eða 2.187.249 kr. á mánuði eftir skatt. Lágmarkslaun eru í dag 351.000 kr. Sá sem er á lágmarkslaunum fær í lífeyri eða réttindi 277.748 kr. á mánuði og í framreiknuð örorkuréttindi 269.582 kr. á mánuði.“

„Sá sem er á lágmarkslaunum fær mótframlag frá ríkinu í gegnum Tryggingastofnun. Þannig að útborguð lífeyrisréttindi, með heimilisuppbót, verða 363.371 kr á mánuði. Eða rétt til örorku sem nemur útborgað 354.911 kr. á mánuði, með heimilisuppbót. Sá sem aldrei greiddi í lífeyrissjóð fær í útborgaðan ellilífeyri, með heimilisuppbót 279.240 kr. á mánuði og í örorkulífeyri 299.133 kr. útborgað með heimilisuppbót. Sá sem greiddi samviskusamlega af lágmarkslaunum sínum alla starfsævina fær því 84.131 kr. meira á mánuði en sá sem aldrei greiddi og 1.833.004 kr. minna á mánuði en meðal forstjórinn fær,“ segir Ragnar.

- Auglýsing -

Hann segir nánast borga sig að borga ekki. „Sá sem varð öryrki en hafði greitt samviskusamlega af launum sínum í lífeyrissjóð fær 55.778 kr. meira á mánuði en sá sem aldrei greiddi og 1.832.338 kr. minna á mánuði en meðal forstjórinn fær. Ef við miðum við sömu forsendur og að ofan og hækkum meðalaun um 70.000 kr. eða úr 351.000 kr. í 421.000 kr. á mánuði þá er niðurstaðan athyglisverð og er svolítið lýsandi fyrir samspil kerfanna.  Miðað við 70.000 kr. hærri laun skilar það ekki nema 14.602 kr. í hærri útborgaðan lífeyri og 16.012 kr. í hærri greiðslum vegna örorku. Það er fróðlegt að fylgjast með upphrópunum frá samtryggingarfólkinu. Upphrópunum sem sjaldnast eru studdar rökum eða tölulegum staðreyndum. Það er umhugsunarefni útaf fyrir sig að þeir sem hæst gala um ágæti samtryggingarkerfisins fara fyrir hagsmunum þeirra sem kerfið mismunar hvað verst.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -