Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.6 C
Reykjavik

Ragnar Þór lýsir Íslandi – Þrír menn fá 300 milljónir en ekkert fyrir fólkið í framlínustörfum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir á Facebook að það sé lýsandi fyrir Ísland í dag að þrír yfirmenn hjá Marel geti hagnast um 300 milljónir vegna kaupréttasamnings meðan þorri þjóðarinar fær hvorki álagsgreiðslur né stefnt að aðgerðum fyrir þá sem ná ekki endum saman.

„Samfélagið í dag. Þrír stjórnendur Marel, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóðanna, leysa út tæplega 300 milljóna hagnað vegna kaupréttasamninga, sem bætast ofan á himinhá laun þeirra. Á meðan gengur hvorki né rekur að fá álagsgreiðslur til handa fólki í framlínustörfum eða aðgerðir til að grípa þá hópa sem ná ekki endum saman,“ segir Ragnar.

Einn þessara stjórnenda er Árni Sigurðsson en hann seldi samkvæmt Viðskiptablaðinu hlutabréf í Marel fyrir 86 milljónir. „Því greiddi hann 43 milljónir fyrir 120 þúsund hluti sem hann, líkt og áður sagði, seldi fyrir tæplega 86 milljónir. Innleystur hagnaður er því tæplega 43 milljónir króna,“ segir í frétt Viðskiptablaðsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -