• Orðrómur

Ragnheiður er látin: „Guð geymi þig einstaka kona, elsku mamma mín“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ragnheiður Kristín Benediktsdóttir, eða Dúlla eins og hún var oftast kölluð, lést á Droplaugarstöðum þann 8. maí síðastliðinn, 81 árs að aldri.

Ragnheiður Kristín

Ragnheiður var kennari að mennt og brautryðjandi í tölvukennslu í grunnskóla. Í minningargrein Morgunblaðsins er hún sögð hafa verið framsýn hugsjónakona í uppeldis- og menntamálum. En hún sá snemma fyrir að undirbúa þyrfti grunnskólabörn fyrir tölvunotkun.
„Eins og hennar var von og vísa kynnti hún sér rækilega hvernig standa mætti sem best að því í skólastarfi til þroskaauka fyrir nemendur og varð frumkvöðull á þessu sviði hér á landi. Þá stóð hún fyrir mörgum námskeiðum fyrir kennara sem opnuðu þeim nýja sýn á þennan þátt skólastarfsins.“

- Auglýsing -

Ragnheiði er lýst sem umhyggjusamri, hláturmildri, traustri, orkumikilli, þrautseigri og vel gefinni konu sem var kennari af lífi og sál.

„Sumir samferðamenn okkar eru þannig af Guði gerðir, að frá þeim stafar nánast stöðug hlýja og kærleikur. Bros þeirra, hlátur og jákvætt hugarfar er eðlislægt og fátt meiri alvara en heiðarleikinn. Minningar okkar um Ragnheiði Kristínu Benediktsson eru eitthvað í þessa veru. Ung hlaut hún gælunafnið Dúlla og sannarlega var hún Dúllan okkar allra; skarpgreind, umhyggjusöm og mikill gleðigjafi.“

Árið 2003 greindist Ragnheiður með Alzheimers-sjúkdóminn.

- Auglýsing -

„Ragnheiður greindist með erfiðan sjúkdóm sem örðugt var að ráða við. Fjölskylda Ragnheiðar, Haukur og börnin tvö, Þórdís og Orri, og fjölskyldur þeirra hlúðu að henni og önnuðust hana af einstakri ástúð og alúð allt þar til yfir lauk. Við söknum Ragnheiðar og samhryggjumst fjölskyldunni innilega.“

Sonur hennar minnist hennar með fögrum orðum og lýsir fallegum skilnaði hennar við þetta líf.

„Í blálokin, eftir langvarandi litla meðvitund, hélstu í höndina á pabba á meðan hann fór yfir lífshlaup ykkar, samandregið á þremur korterum. Þú opnaðir augun, hlustaðir af athygli, varðst sátt og skildir við.
Falleg leið til að fara, eins og allt annað í þínu lífi. Þú steigst fyrir dómara allra tíma, eins og afi þinn orðaði það. Ekki þarftu að óttast dómsorðin. Guð geymi þig einstaka kona, elsku mamma mín.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -