2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Rakaskemmdir í tíu ára gömlum stúdentaíbúðum

Rakaskemmdir hafa fundist í fjölda íbúða  á stúdentagörðum í Fossvogi. Íbúðirnar voru teknar í notkun á árunum 2009-2010. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, sagði málið vera komið fyrir dómstóla. Vísir greinir frá.

„Við vorum fljót að átta okkur á því að þarna væri eitthvert vandamál og að eitthvað hefði verið gert vitlaust á byggingarstigi” hefur Vísir eftir Rebekku. Íbúar á Skógarvegi urðu fyrst varir við rakaskemmdir árið 2013. „Við höfum lagt áherslu á að gæta öryggis íbúanna, að upplýsa þá sem best og taka svo hvert einasta mál fyrir og ef það er einhver óánægja, að ræða þá sérstaklega við íbúana.“

Samkvæmt FS voru þær íbúðir teknar úr leigu og fylgst var með rakastigi allra íbúðanna. Þá kærði FS þá sem stóðu að byggingu húsanna. Málið er enn opið.

Rósa Rún Aðalsteinsdóttir bjó í stúdentaíbúð á Skógarvegi 18 frá 2016-2017. Hún varð vör við „svartar loðnar rákir” meðfram gluggum í íbúðinni og hafði samband við FS til að fara fram á umbætur. Þá sagðist hún hafa þurft að hafa samband að minnsta kosti fjórum sinnum áður en eitthvað var gert. „FS kom svo heim til okkar til þess að athuga með rakastig og ástand íbúðarinnar, sögðu það almennt „tékk“. Ég fékk aldrei neitt út úr þessum mælingum,“ sagði Rósa. „Mér leið aldrei vel þarna inni og við flúðum án þess að fá nokkur svör.“ Rósa flutti út árið 2017 og hefur íbúðin staðið tóm síðan.

Rósa fékk þó aldrei upplýsingar um hvort raki hafi mælst yfir mörkum í íbúðinni. „Við fengum núna í vetur loksins leyfi til þess að hefjast handa en við vorum búin að taka talsvert af íbúðum úr leigu þar sem að raki mældist þannig að við vildum ekki að fólk byggi í íbúðunum,“ sagði Rebekka.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is