Miðvikudagur 19. janúar, 2022
-1.3 C
Reykjavik

Rándýrt að nást á nagladekkjum – Löggan gæti náð af þér 80 þúsund kalli

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Flesta munar um að missa 80 þúsund krónur. Þetta blasir við þeim sem ekki enn hafa komið því í verk að skipta út nagladekkjum þetta árið.

Síðastliðin fimmtudag hóf lögreglan skipulagða leit að bifreiðum sem enn hafa ekki skipt um nagladekk. Reglum samkvæmt eru þau bönnuð frá 15. apríl til 31. október nema að sérstakar aðstæður komi til. Lögreglan hefur almennt ekki gripið til sektarákvæða fyrr en um en um og yfir miðjan maímánuð en þessa dagana er hart tekið á notkun nagladekkja.

Letin við dekkjaskiptin geta sett verulega dæld í veski landsmanna. Fyrir þremur árum hækkaði sekt fyrir hvert nagladekk úr fimm þúsund krónum og upp í tuttugu þúsund krónur. Sem gerir hvorki meira né minna en áttatíu þúsund krónur fyrir bíl sem er með nagladekk á öllum.

Vill lög­regl­an því hvetja öku­menn til að skipta strax af nagla­dekkj­um til að forða þeim frá háum sekt­um enda sé Suðvesturhornið orðið öruggt til sumardekkjanotkunar og því sektarbeiting réttmæt.

Svo nú er um að gera að drífa sig í bóka tíma í dekkjaskiptingu fyrir þá sem hafa dregið lappirnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -