Föstudagur 13. september, 2024
10.8 C
Reykjavik

Rannsókn á máli Julian Assange í Svíþjóð látin niður falla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Saksóknaraembættið í Svíþjóð hefur látið rannsókn niður falla á nauðgun sem Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er sagður hafa gerst sek­ur um í Stokk­hólmi árið 2010. Eva-Marie Persson, saksóknari, greindi frá þessu á blaðamannafundi í hádeginu er fram kemur á vef BBC. Persson sagði ástæðuna vera ónæg sönnunargögn.

Sænsk kona ásakaði Assange um nauðgun eft­ir að þau hitt­ust á Wiki­Leaks-ráðstefnu árið 2010 en Assange hef­ur alltaf hafnað ásök­un­un­um.

Assange hefur setið í fangelsi í Bretlandi frá því í apríl, frá því að hann var sóttur í sendiráð Ekvador í London þar sem hann hafði dvalið frá árinu 2012. Eftir að hann var handtekinn ákváðu sænskir saksóknarar að taka málið upp að nýju en rannsókninni hafði verið hætt árið 2017.

Assange á yfir höfði sér ákærur í Bandaríkjunum, meðal annars fyrir uppljóstranir og leka á trúnaðargögnum og vilja Bandarísk yfirvöld fá hann framseldan.

Mynd / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -