Miðvikudagur 30. nóvember, 2022
9.8 C
Reykjavik

Rannsóknin á skipherra Gæslunnar er ennþá í gangi: „Óbreytt staða, málið enn í vinnslu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í september síðastliðunum var skipherra Landhelgisgæslunnar sendur í leyfi eftir að Mannlíf fjallaði um meinta kynferðislega áreitni hans gagnvart tveimur konum sem voru undirmenn hans, og var rannsókn sett í gang innan Gæslunnar.

Rannsóknin stendur enn yfir, rúmum þremur mánuðum síðar.

Sjá einnig: Frétt Mannlífs veldur usla hjá Landhelgisgæslunni – Skipherra Týs sendur í leyfi

Frétt Mannlífs fjallaði um meint einelti um borð í skipum Landhelgisgæslunnar sem og meinta kynferðislega áreitni skipherrans Thorbens Lund.

Heimildirnar sem Mannlíf hafði komu úr nokkrum áttum en ljóst var að mikil hræðsla er í kringum þessi mál hjá Gæslunni og vildu ekki margir koma fram undir nafni.

Sjá einnig: Segja konur áreittar og niðurlægðar á skipum Landhelgisgæslunnar

- Auglýsing -

Landhelgisgæslan hefur ekki verið þekkt fyrir að veita greinagóð svör við spurningum Mannlífs.

Nýlega sendi Mannlíf tölvupóst á upplýsingafulltrúa Gæslunnar þar sem hann var spurður út í gang rannsóknarinnar og þá hvort Thorben Lund sé mættur aftur til starfa. Svarið var stutt og hnitmiðað.

„Málið er enn í vinnslu.“

- Auglýsing -

Og varðandi það hvort Thorben Lund sé enn í leyfi var svarið:

„Óbreytt staða.“

Þegar Mannlíf spurði hann að því hvort vitað væri hvenær rannsókninni lyki var svarið einfaldlega:

„Nei.“

Það virðist því víst að Landhelgisgæslan ætli að vinna almennilega að rannsókninni, taka þann tíma sem þarf. Og eyða ekki of miklu púðri í tölvupósta blaðamanna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -