Fimmtudagur 30. mars, 2023
3.8 C
Reykjavik

Rasískum áróðri dreift inn um lúgur Vesturbæjarbúa: „Wake up white man“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur vöknuðu við vondan draum í morgun er þau litu á það sem kom inn um lúguna hjá þeim. Búið var að dreifa nafnlausum, rasískum áróðri í blaðaformi.

Reiður íbúi sendi Mannlífi skjámynd í dag af blaðinu sem dreift var í nótt en þar má sjá rasískan áróður, skrifaður á lélegri íslensku og er þar því haldið fram að innflytjendur frá Afríku og Asíu séu að útrýma hvítum Íslendingum.  Neðst á blaðinu mátti sjá upplýsingar um frekari leiðir til að fræðast um rasísk málefni en þær upplýsingar hafa verið svertar hér fyrir neðan.

Íbúinn sem sendi skjámyndina á Mannlíf sá umræðu í Facebook hópi Vesturbæjarbúa en þar var fólk sammála um að lögreglan yrði látin vita. Mannlíf náði ekki tali af lögreglunni við gerð fréttarinnar. Mannlíf hefur ekki upplýsingar um að blöðunum hafi verið dreift í öðrum hverfum borgarinnar.

Mannlíf hefur einnig undir höndum tiktok myndband frá aðilunum sem sendu bréfið. Í myndbandinu, sem kallast „Oporation Swedish Way 2 – Wake up white man“ má sjá grímuklædda menn dreifa óhróðrinum inn um lúgur fólks og að því er sýnist til Ríkisútvarpsins einnig. Sá sem á myndbandið kallar sig marxisti – cluless drengur.

@marxisti♬ original sound – Clueless drengur 🥺

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -