Sunnudagur 2. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Rekstrarstjóri Bláfjalla hótar troðara útaf brotlegu gönguskíðafólki: „Algjört virðingarleysi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum, er kominn með nóg af því að sjá skipulagðar skíðagönguæfingar á svæðinu á meðan sóttvarnartakmarkanir heimila það ekki. Sjá hann æfingu á næstunni eða fái fregnir af slíkri ætlar að hann að mæta á troðara og moka yfir gönguskíðaleiðir svæðisins.

Þetta kemur fram í færslu Einars sem hann skellti inn í hópinn Skíðaæfingar á Reykjavíkursvæðinu á Facebook. Færslunni hefur síðan verið deilt þaðan yfir í hópa skíðagöngufólks. „Sæl öll, ég vona að þessi póstur fái að vera hér. Veit bara ekki um annan stað til að „hreinsa“ aðeins út. Ég og mitt starfsfólk er að leggja verulega mikla vinnu og metnað til að halda úti spori og lyftum á þessum hundleiðinlegu tímum. En það er alveg 100 prósent ef ég sé og fæ fleiri kvartanir yfir námskeiðahaldi á göngusvæðinu, þá mun ég koma með troðara og loka sporinu og ekki leggja aftur fyrr en leyft verður að opna svæðið án takmarkana. Mér finnst þetta bæði algjört virðingarleysi við okkur og þær reglur sem eru í gangi,“ segir Einar.

Færsla Einars hefur meðal annars ratað inn í hóp Skíðagöngufélagsins Ullur þar sem iðkendur, sem eru ríflega 4.500 talsins í hópnum, eru beðnir að standa saman. Þar spyr Elín nokkur: „Hvað er að er fólk virkilega að halda námskeið og brjóta sóttvarnareglur?,“ segir Elín.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -