2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Rétt slapp frá Ted Bundy

Tónlistarkonan Debbie Harry, betur þekkt sem Blondie, segir frá því í væntanlegri sjálfsævisögu sinni að hún hafi rétt sloppið úr klóm raðmorðingjans Ted Bundy.

Bókin sem um ræðir, Face It, kemur út á næsta ári. Í henni er kafli sem fjallar um þá nótt þegar Debbie hitti Ted Bundy í New York.

Í kaflanum lýsir Debbie því hvernig hún ákvað að þiggja far frá ókunnugum manni sem keyrði gulla Volkswagen Bjöllu þegar hún fann ekki leigubíl. Þetta átti sér stað árið 1972.

Um leið og hún settist upp í bíl og lokaði hurðinni tók hún eftir því að það voru engir hurðarhúnar innan í bílnum. Hún áttaði sig þá á að ekki var allt með felldu og flúði með því að troða hendinni út um opinn gluggann og opna bílinn utan frá. „Ég veit ekki hvernig mér tókst það, en ég komst út,“ skrifar Debbie meðal annars.

Að sögn Debbie áttaði hún sig á að maðurinn sem bauð henni far umrætt kvöld var raðmorðinginn Ted Bundy þegar hún sá fréttir um hann seinna.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is