Mánudagur 27. mars, 2023
-0.2 C
Reykjavik

Réttarhöld hafin yfir skotmanninum á Egilsstöðum – Ákærður í fimm liðum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í morgun hófst aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn karlmanni sem ákærður er fyrir skotárás á Egilsstöðum í lok ágúst í fyrra. Mætti maðurinn fyrir dóminn í morgun.

Maðurinn mætti heim til barnsföðurs þáverandi sambýliskonu sinnar, vopnaður haglabyssu en tveir synir barnsföðursins og sambýliskonunnar voru einir heima. Ógnaði hann drengjunum með haglabyssunni á heimilinu en þeir náðu að komast út og fela sig í nærliggjandi skógi. Áður hafði hann beint skammbyssu að sambýliskonu sinni, á heimili þeirra í Fellabæ. Maðurinn skaut innan dyra og utan með haglabyssu og skammbyssu og olli skaða á bílum og húsum og setti íbúa í götunni í mikla hættu með athæfi sínu. Lögreglan mætti á svæðið og skaut manninn í kviðinn að lokum eftir ítrekaðar skipanir um að leggja niður vopn. Var maðurinn í bráðri lífshættu og fluttur á gjörgæslu í Reykjavík þar sem tókst að bjarga lífi hans. Síðan þá hefur hann verið í gæsluvarðhaldi. Í nóvember gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur honum en rannsókn á framgöngu lögreglu var felld niður.

Skotmaðurinn er ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps, brot í nánu sambandi og vopnalagabrot.

Rúv fjallaði fyrst um aðalmeðferðina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -