Miðvikudagur 19. febrúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Reykavíkurborg kaupir klámbúð: „Húsnæði Adams og Evu er nú okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti rétt í þessu að það hafi verið samþykkt í dag að borginn kaupi húsnæði Adam og Evu við Kleppsveg. Borgin ætlar þó ekki að halda áfram rekstrinum.

„Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús. Ekki svo óalgengt en ég man ekki til þess að við höfum áður keypt hjálpartækjaverslun. Húsnæði Adams og Evu er nú okkar,“ segir Dagur á Twitter.

Hann segir markmiðið að fegra þetta svæði. „Reyndar keyptum við húsnæði arkitektastofunnar við hliðina líka. Planið er andlitslyfting þessa gamla hverfiskjarna við Kleppsveg og innrétting nýs 120 barna leikskóla – fyrir Laugardal og hina nýju Vogabyggð. Sannarlega margar flugur í einu höggi,“segir Dagur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -