Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Reykjanesskaginn skalf í nótt – Hrinan heldur áfram

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð mældust milli klukkan ellefu og tólf í gærkvöldi.
Skjálftarnir áttu upptök sín á hafi úti, undan Reykjanestá.
Sá fyrri varð um klukkan 23.00 og mældist 3,3 að stærð. Upptök skjálftans voru um það bil 7,5 kílómetra vestur af Reykjanestá.
Seinni skjálftinn mældist 3,2 að stærð klukkan 23.48. Upptökin voru á svipuðum slóðum, eða nálægt landi.

Hrinan sem hófst suðvestur af Keili 27. september hefur heldur betur gert vart við sig. Kemur fram á heimasíðu Veðurstofunnar að 18 skjálftar yfir stærð 3 hafi orðið síðan þá, sá stærsti 4,2 að stærð.
Auk þeirra hafi mælst um það bil 10.000 minni skjálftar á svæðinu á aðeins sautján dögum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -