Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Reykjavíkurdóttir hjólar í frændur: „Hvernig dettur hvítum íslenskum strákum þetta í hug“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Plötusnúðurinn og meðlimur í Reykjavíkurdætrum, Sunna Ben,  hjólar í tónlistamennina Hrein Elíasson og Sigurmon Hartmann Sigurðsson og segir hljómsveit þeirra, Congo Bongo, verulega vafasama. Sunna segir hljómsveitina augljóst dæmi um menningarstuld og því í raun rasíska. Hún segir þetta í Facebook-hópnum Menningarátökin, sem virðist standa undir nafni.

Vísir fjallaði í gær um hljómsveitina og var lögð nokkur áhersla á að þeir væru frændur, Hreinn og Sigurmon. Fyrstu breiðskífu þeirra var lýst svo: „Origins er ferðalag í gegnum framandi heim Congo Bongo þar sem finna má sólardýrkendur, blóð indjána, frumbyggjaættbálka og fornar vættir.“

Sunna segist steinhissa á að þeim Hreini og Sigurmon hafi dottið það í hug að þetta væri í lagi. „Er árið ekki örugglega 2021? Hvernig dettur hvítum íslenskum strákum í hug að það sé viðeigandi að þeir gefi út „frumbyggjatónlist“ með skýrskotanir í afríska menningu, „indjána“ og hvaðeina sem virðist ekki tengjast þeim á nokkurn auðsjáanlegan máta? Og afhverju skrifar Vísir um það á 100% ógagnrýninn og innihaldslausan hátt? Það er ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að vaða í mennignarstuldrið eins og það viti ekki betur, en það er varla hægt að bera þau rök fyrir sig þegar þessi umræða hefur verið uppi, og hávær, þetta lengi,“ segir Sunna.

Nokkur umræða hefur skapast á skömmum tíma við færslu hennar. Sigríður Ásta Árnadóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, kemur þeim til varnar og segir: „Ég held að íslenskum tónlistarmönnum væri ansi þröngt skorinn stakkur ef ekki mætti sækja sér áhrif úr ýmsum áttum og fólk sæti uppi með að ,,mega“ bara vinna úr íslenskum og kannski vestrænum menningararfi hvíts fólks (eins og þessir reyndar gera líka, segjast sækja í popptónlist níunda áratugarins meðal annars). Ég get ekki lesið annað úr þessum texta en að tónlist þeirra sé bræðingur, innblásinn af ýmsu úr ýmsum áttum. Þessar grímur eru kannski á grárra svæði.“

Sunna telur að hún skilji ekki hvað menningarnám sé og skrifar: „Þetta snýst ekki um að mega ekki sækja áhrif, þetta snýst um að klæða sig ekki í búning frumbyggja og eigna sér menningu hópa sem hafa verið kúgaðir og njóta ekki nógu mikils góðs af eigin menningu sjálfir.“

Sigríður svarar fullum hálsi. „Ég þekki hugtakið ágætlega, þakka þér. Bara sé ekkert að því að listafólk bræði saman strauma og stefnur alls staðar að úr heiminum. Eins og ég sagði, eru þessir búningar kannski vafasamir en innleggið þitt snýst nú talsvert um tónlistina sjálfa. Sjálf er ég í hljómsveit sem flytur þjóðlög héðan og þaðan úr heiminum í bland við eigin tónsmíðar innblásnar af þjóðlagamúsík. Sumum finnst að fólk sem ekki er gyðingar megi ekki spila klezmer. Ég er bara ekki sammála og þykir það ekki vera menningarstuldur eða nokkur vanvirðing felast í því að tileinka sér fjölbreyttan tónlistarstíl og kynna sér menningu annarra og vinna úr á sinn hátt.“

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -