Reykjavíkurmaraþonið mögulega blásið af

Deila

- Auglýsing -

Óljóst með hvaða sniði Reykjavíkurmaraþonið verður í ár eða hvort það fari fram yfirleitt.

„Óvissan er mikil en við erum tilbúin í allskonar útfærslur eftir því hvernig þetta þróast. En við verðum að sjá hvað gerist,“ sagði Frímann Ari Ferdinandsson framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur í Morgunútvarpi á Rás 2 í morgun.

Um 4.000 hafa nú skráð sig í hlaupið, þar af 800 erlendis frá, en óljóst er með hvaða sniði hlaupið verði í ár eða hvort af því verði vegna áhrifa kórónaveirunnar. „Við höfum verið að skoða allskonar sviðsmyndir,“ sagði Frímann ennfremur. „Við vorum lengi vel að hugsa og horfa til þess að það yrðu 2.000 manns. Það var það sem var búið að leggja til í minnisblaði hjá sóttvarnalækni en svo erum við búin að vera að horfa á 500, 1000 og nú vitum við ekki neitt.“

Verði ekki af hlaupinu getur það sett strik í fjárhag margra góðagerðarsamtaka.

- Advertisement -

Athugasemdir