• Orðrómur

Reykvíkingar óttaslegnir yfir auglýsingabrellu – „Galið helvíti og hrokafullt líka“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Atlanta flugfélagið fékk leyfi til þess að leika sér á risaþotu yfir Reykjavík í dag. Leyfið snérist um að fljúga vélinni lágt yfir höfuðstöðvar fyrirtækisins í Kópavogi. Borgarbúum var ansi bruðið við þessa auglýsingabrellu flugfélagisns.

Hávær umræða er inni á íbúahópi Vesturbæinga um lágflug Atlanta og ljóst að magir urðu skelkaðir vegna þess. Helgu Thorberg var brugðið. „Ég fékk nett sjokk – hélt að það væri komið stríð!“

Íbúum víða á höfuðborgarsvæðinu urðu hræddir þegar risaþotunni var flogið yfir höfuðborgina í hádeginu. Um er að ræða nýja flugvél á vegum íslenska flugfélagsins Air Atlanta, sem fékk leyfi til að fljúga henni lágt yfir höfuðstöðvar sínar í Kópavogi áður en henni var lent á Keflavíkurflugvelli. Vélin er af gerðinni Boeing 747-412F og kom til landsins frá Chicago í Bandaríkjunum. Augljóst þykir að flugið hafi því verið í auglýsingar- og kynningarskyni.

Hallgrímur H. Gunnarsson telur að reglur hafi verið  brotnar. „Virðist hafa farið undir 1000 feta hæð samkvæmt Flightaware tracklog. Það má ekki fara undir 1000 fet í þéttbýli samkvæmt flugreglum hjá Samgöngustofu, segir Hallgrímur. 

Þóru Björk Ólafsdóttur, íbúa á Seltjarnanesi, stóð ekki á sama. „Ég fylgdist með frá Norðurströndinni á Seltjarnarnesi og það var eins og hún ætlaði á blokkirnar hjá Eiðsgrandanum. Hún tók algerlega línuna eins og ætlunin væri að lenda og svo upp aftur, segir Þóra Björk. 

Steingrími Þórhallssyni var ekki skemmt. „Galið helvíti og hrokafullt líka, nötraði allt hjá mér í Kópavogi, varð skíthræddur. Þetta fluglið er algjörlega á annari plánetu, ætli svona væri leyft yfir höfuðborgum annars staðar?

- Auglýsing -

 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -