Miðvikudagur 5. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Reyndi að nýta sér neyð móður sem þurfti mataraðstoð: „Af hverju hún komi ekki bara til hans“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Afhverju þarf fólk að yfirheyra fólk sem biður um aðstoð!? Fyrirgefið en ég er kannski þannig gerð að ég verð að fá að koma þessu hér á framfæri því mér finnst þetta mjög alvarlegt og ég mun ekki nafngreina neinn!!“

Þetta skrifar kona innan Facebook-hóps Íslendinga þar sem fátækt fólk í neyð getur óskað eftir mataraðstoð. Konan biðst undan að vera nafngreind í samtali við Mannlíf því hún vill ekki að konan sem um ræðir þekkist.

„Í gærkvöldi byrjaði viðkomandi sem þurfti á aðstoð að halda að svara ákveðnum manni út í bæ sem bauð aðstoð. En eftir fyrstu svör byrja spurningar um líf viðkomandi og afhverju hún á ekki mat fyrir börnin sín fjögur.  Og afhverju hún er ekki í vinnu og afhverju hún komi ekki bara til hans og með börnin hennar yfir aramotin og gisti í rúminu hjá ókunnugum karlmanni sem býr í studíó-íbúð. Hann ætlar að sofa í sofanum svo allir gætu átt góð áramót!,“ lýsir vinkona konunnar.

Hún segir vinkonuna ekki hafa gefið upp upplýsingar um sínar aðstæður þegar hún óskaði eftir aðstoð. „Hún gaf aldrei upplysingar um sína hagi, hvort hún ætti kærasta eða hvort hún hefði áhuga á að þessi karlmaður myndi reyna við hana! Hún óskaði eftir áramótaaðstoð því hún er skuldsettur öryrki, mikið veik, og með fjögur börn á framfæri. Húsaleigubæturnar, sem hún fær vonandi í dag fara beint i greiðsluþjónustuna hennar. Bæturnar eru ekki nema 59.000 krónur sem hun fær því hún býr ekki í Reykjavík. Hún fær greitt frá TR þann 1 janúar og veit ekki einu sinni hvort hú nái að lifa út þann mánuð án aðstoðar,“ skrifar vinkona hennar.

Hún segir ekki eðlilegt að menn yfirheyri né reyni við fólk sem þurfi að biða um aðstoð. „Hvernig stendur á þvi að móðir geti ekki sótt um aðstoð án þess að verða yfirheyrð? Eða ásökuð um að vera í fíkniefnaneyslu eða drykkju eða reykja vegna þess að hún á ekki pening til að halda sér og börnunum sinum uppi?! Það er ekki flókið miðað við hvað allt er dýrt í dag og ekki ódýrt að lifa. Ekki bjóðast til að aðstoða ef þið ætlið að drulla yfir fólkið, reyna við það eða ætlast til að verða vinir þess! Finnst þetta ekki í lagi og ykkur kemur ekki við afhverju staða viðkomandi er eins og hún er! Gleðilega hatið öll,“ segir konan.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -