Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Reynir Bergmann reiður yfir fölsuðum Tik Tok reikningi: „Ég styð aldrei ofbeldi gegn konum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er ekki að byrja með neina sjónvarpsþætti,“ segir Reynir Bergmann, áhrifavaldur og veitingamaður, í samtali við Mannlíf. Þær sögusagnir fara nú eins og eldur í sinu um samfélagsmiðlana að áhrifavaldurinn sé að byrja með sjónvarpsþátt á næstunni.

Ein þeirra sem krefst svara við sögusögnunum er áhrifavaldurinn Edda Falak sem gerði málið að umtalsefni í tísti. Þar spyr hún:

Edda Falak áhrifavaldur.

„Ertu að segja mér að Reynir Bergmann sé að byrja með þátt á Stöð 2?“

Færsla Eddu fær gríðarlega athygli og á endanum mætti þangað inn til svara Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2. „Nei, það er rangt. Reynir Bergmann er ekki að byrja með þátt á Stöð 2,“ fullyrðir Þórhallur.

Á samfélagsmiðlaforritinu Tik Tok er reikningur í nafni Reynis en á þeim reikningi var gefið út að hann væri að byrja með sjónvarpsþætti. Í samtali við Mannlíf segir Reynir að viðkomandi reikningi sem haldið er úti í hans nafni en reikningnum sé ekki stjórnað af honum.

„Ég hef grun um hver er á bakvið þetta“ segir Reynir en hefur þó ekki fengið neitt staðfest. Umræddur Tik Tok reikningur birtir ýmis myndbönd af Reyni og fjölskyldu hans og þykir honum þetta vera of langt gengið og þreytandi. „Það er verð að setja myndir af börnunum mínum þarna inn og mér finnst þetta ekki í lagi,“ segir Reynir ósáttur.

- Auglýsing -

Aðspurður hvort að eitthvað væri til í umræddu innleggi og hvort búast mætti við sjónvarpsþáttum frá honum segir Reynir svo ekki svo vera. „Ég er ekki að byrja með neina sjónvarpsþætti“ segir Reynir hlæjandi og bætir við að hann hafi tekið upp ýmsar stiklur en ætli sér ekki með það í sjónvarp.

Reynir sagðist hvorki vera á samfélagsmiðlaforritinu Twitter né Tik Tok og gaf góða ástæðu fyrir því. „Mér þykir þetta bara vera eineltisforrit, því miður“ og bætti við að honum hafi borist margar ábendingar sem settar hafi verið inn á Tik Tok reikninginn í hans nafni og ummæli um hann á Twitter.

Ummæli Reynis við ásökunum á hendur Sölva Tryggvasonar vöktu hörð viðbrögð en var Sölvi sakaður um alvarleg ofbeldisbrot gegn konu fyrr á árinu. Reynir segist margsinnis hafa beðist afsökunar á ummælum sínum um Sölva sem hafi verið sett fram í fljótfærni.
„Ég hef beðist afsökunar oft og ég styð aldrei ofbeldi gegn konum,“ segir Reynir ákveðinn.

- Auglýsing -

„Þetta er orðið mjög þreytt sko,“sagði Reynir undir lok samtals og á við umræddan Tik Tok reikning, verst þyki honum að börnin hans komi þar við sögu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -