Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Reynt að nota COVID-19 til að afsaka andlát Eyglóar: „Heimsfaraldur hafði engin áhrif“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Það er svo augljóst að allt var gert til þess að koma henni út af bráðamóttökunni sem fyrst. Það er skrítið til þess að hugsa en hvað var í gangi þetta kvöld inni á bráðamóttökunni? Við vitum að það var ekkert álag. Ég er búin að fá staðfestingu á því. Hvað var fólkið að gera?“

Þetta segir Kristján Ingólfsson, faðir Eyglóar Svövu, sem lést þann 27. mars síðastliðinn. Andlát Eyglóar má rekja til vanrækslu læknis á bráðamóttöku Landspítalans. Eygló Svava lést nokkrum klukkustundum eftir útskrift fimmtudagskvöldið 26. mars. Það er mat landlæknis, sem gerði úttekt á málinu, að útskrift Eyglóar hafi verið ótímabær og illa undirbúin. Ítarlega verður fjallað um málið í Kastljósi í kvöld.

Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að Eygló Svava hafi leitað á bráðadeild Landspítalans. Hún lýsti fyrir lækni að meðvitund hennar væri skert og hún fyndi til slappleika. Aðeins einum og hálfum tíma síðar var hún send heim af vakthafandi lækni. Morguninn eftir þegar Kristján vitjaði dóttur sinnar var Eygló látin. Í úttekt landlæknis segir að ef framkvæmdar hefðu verið grundvallarrannsóknir hefði mögulega verið hægt að bjarga lífi Eyglóar Svövu. Ef vakthafandi læknir hefði skoðað sjúkrasögu hennar, hefði hann meðal annars komist að því að hún hefði í tvígang áður verið lögð inn með sýklasóttarlost en um er að ræða alvarlegt ástand sem blóðsýking veldur. Dánartíðni af völdum þess er mjög há eða um 50 prósent.

Kristján segir í samtali við Kastljós að reynt hafi verið að nota kórónafaraldurinn til að útskýra og afsaka andlátið. Reynt hafi verið að útskrifa hana af bráðamóttöku við fyrsta tækifæri. Kristján fullyrðir að ekkert álag hafi verið á deildinni þetta kvöld.

„Hvað var fólkið að gera? Hún dettur af skoðanaborði. Það gleymist að láta vita af því. Og engar prufur teknar. Maður skilur þetta ekki,“ segir Kristján og vill að þeir sem eigi sök á andláti Eyglóar, sæti ábyrgð. Þá segir Kristján á öðrum stað:

„Heimsfaraldur hafði engin áhrif þarna þetta kvöld á veru dóttur minnar. Við viljum að það komi skýrt fram. Þetta er jú dóttir mín. Sem mér þótti mjög vænt um.“

Nánar er fjallað um málið í Kastljósi í kvöld.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -