Föstudagur 11. október, 2024
-1 C
Reykjavik

Ríkasti maður Íslands keypti tvö hús á Nesinu fyrir milljarð króna – Lóðirnar eru samliggjandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stofnandi Unity Software – Davíð Helgason – hefur verið í miklu stuði á fasteignamarkaðnum hérlendis að undanförnu. Hann hefur keypt tvö einbýlishús á Seltjarnarnesi sem standa á samliggjandi lóðum og greitt rúmlega milljarð króna herlegheitin.

Davíð – sem er bróðir fjölsmiðlamannsins landsþekkta, Egilss Helgasonar, á nú í eignasafni sínu, meðal annars, hús að Steinavör 10 á Seltjarnarnesi sem hann keypti á litlar 500 milljónir króna. Steinavör 10 stendur á lóð sem sem er 5.000 fermetrar að stærð: nær frá veginum Suðurströnd og út að sjó. Eignin Steinavör 10 er við hlið Hrólfsskálavarar 2, sem Davíð festi kaup á í lok síðasta árs; seljandinn var af Arion banki og kaupverðið 563 milljónir króna. Nefna má aað sú eign, það hús, er 630 fermetrar að stærð, en Arion banki eignaðist húsið við skuldauppgjör við Skúla Mogensen, stofnanda Wow Air – fyrr á árinu 2020.

Davíð hefur lengi verið búsettur í útlöndum; hefur hann boðað frekari fjárfestingar á Íslandi í nýsköpunartengdri starfsemi.

Banda­ríska tíma­ritið Forbes  met­ur nú auðæfi fjár­fest­is­ins Davíðs Helga­son­ar á einn millj­arð ­dollara. Davíð er því kom­inn inn á lista tíma­rits­ins yfir millj­arðamær­inga þessa heims.

- Auglýsing -

Davíð er í sæti 2.674 á list­an­um, en hann er meðstofn­andi hug­búnaðarfyr­ir­tæk­is­ins Unity, sem var sett á laggirnar árið 2004 í Dan­aveldi. Marg­ir af stærstu tölvu­leikja­fram­leiðendum heims nota hug­búnað Unity. Fyrirtækið var skráð á hluta­bréfa­markað í sept­em­ber á síðasta ári; Davíð á rúm 3 prósent í fyr­ir­tæk­inu. Frá þeim tíma er fyr­ir­tækið var skráð á markað hafa auðæfi Davíðs auk­ist mjög mikið, og miðað við fasteignakaupin hér á landi þá veit hann ekki aura sinna tal.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -