• Orðrómur

Ríkið sagt vakta vegginn: „Vává hvað fólk er orðið hrætt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Baráttufólk fyrir nýrri stjórnarskrá telur ríkisvaldið farið að vakta hinn umdeilda vegg sem tilheyrir lóð Sjávarútvegshússins við Skúlagötu í Reykjavík. Myndband af vaktbíl Securitas við vegginn gengur nú um samfélagsmiðla.

Eins og frægt er orðið var slagorð baráttufólks málað á vegginn fræga en það var furðufljótt þrifið af aftur af starfsmönnum stjórnarráðsins. Nú er útlit fyrir að vaktbíll Securitas vakti vegginn til að hindra að þar verði málað á nýjan leik. Sara Óskarsdóttir, varaþingmaður Pírata, vakti athygli á vaktbílnum í færslu á Facebook og þar er heit umræða sprottin upp. Myndbandið er líka komið á spjallsvæði Sósíalistaflokksins.

„Þeir eru í alvöru að láta vakta vegginn. Eyða almannafé í að láta vakta vegginn.
En það er ekkert sem tendrar í uppreisninni eins og undirokun,“ segir Sara.

Kolbeinn Agnarsson tekur undir með Söru. „Paranojan í hæstu hæðum. Þvílíkir plebbar.“ Það gerir Díana Björnsdóttir líka. „Vává hvað fólk er orðið hrætt.“ Og Axel Jespersen. „Þeir verđa þarna fram yfir kosningar. Mætti segja ađ hér sé nú hornsteinn íslenska líđræđisins.“

Haraldur R. Ingvason segir vöktunina vera hreina nýsköpun. „Veggjavarsla – af hverju hefur engum dottið þetta í hug. Það er hægt að hafa fullt af fólki á fullt af launum við að passa fullt af veggjum á fullt af stöðum. Húrra fyrir nýsköpunarráðuneytinu,“ segir Haraldur. 

Tómas Sigurðsson er aftur á móti ánægður með vöktunina. „Gott hjá þeim.örugglega ódýraara að vakta vegginn en að þrifa krotið eftir ykkur,“ segir Tómas. 

- Auglýsing -

Undir með Tómasi tekur Trausti Gylfason sem segir baráttufólkið og sósílista orðna móðursjúka. „Hvað er að ykkur??? Það var skrifað á vegginn og það var tekið af því það var gert í leyfisleysi. Þessi bíll er líklega oft búinn að leggja þarna því það hentar honum. Eins og ég vill fá nýja stjórnarskrá þá vill ég líka sleppa öllum öfgum. Hugsum dæmið til enda það er nýtt kompaní sem er tekið yfir vegnum það eru staðreyndir þessi bíll er líklega búinn að leggja þarna oft. Ekki fara í öfgar strax skoðum staðreyndir. Sá sem básúnar hæst og hefur svo rangt fyrirsér er skotinn á flugi og á ekki afturkvæmt, segir Trausti. 

 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -