• Orðrómur

Risa auglýsing Icelandair á Times Square

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Skoðaðu frábært verð á flugi og tilboð í fríið: Bókaðu heimsókn að náttúruperlum Íslands og strikaðu „virkt eldgos“ af listanum,“ skrifar flugfélagið Icelandair í færslu á Facebook síðu sinni.

Flugfélagið hefur ákveðið að herja á Bandaríkjamarkað og auglýsir hvorki meira né minna en á stóru auglýsingaskilti á Times Square, einum fjölmennasta ferðamannastað New York borgar.

Í auglýsingunni er birt myndband af eldgosinu í Geldingadal með yfirskriftinni:
„Eldgosið á Íslandi er bara rétt handan við hornið. Það bíður þín þegar þú ert tilbúin(n).“

- Auglýsing -

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ný­sköp­un­ar- og ferðamálaráðherra, sagði á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag að mikil tækifæri séu í uppsiglingu fyrir ferðaþjónustuna í sumar.

„Ég lít svo á að ferðaþjón­ust­an geti at­hafnað sig inn­an þesssarra reglna og við mun­um geta tekið við fólki. Að stór­um hluta verður það bólu­sett fólk.“

Hún sagði jafn framt: „Banda­rík­in eru að taka við sér. Ferðavilj­inn er meiri og það hang­ir auðvitað sam­an við bólu­setn­ing­ar.“

- Auglýsing -

Augljóst er á auglýsingu Icelandair á flugfélagið ætlar ekki að láta tækifærið á Ameríkumarkaði fram hjá sér fara.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -