Laugardagur 1. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Rithöfundar uggandi yfir kaupum sænska risans Storytel í Forlaginu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stjórn Rithöfundasambands Íslands hefur þungar áhyggjur af Storytel á meirihluta í Forlaginu. Óttast þeir að með þeim verði lítil samkeppni á íslenskum hljóðbókamarkaði.

„Stjórn RSÍ vantreystir hinu sænska móðurfélagi og stjórnendum þess, því reynsla höfunda af dótturfélaginu Storytel á Íslandi er ekki góð og sömu sögu má heyra frá félögum okkar á hinum Norðurlöndunum.“ Þetta segir í ályktun sem stjórn Rithöfundasambandsins hefur sent frá sér og athygli er vakin í Fréttablaðinu, í ljósi þess að Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt stóran hlut, eða 70 prósent, í Forlaginu. Þar segir stjórnin að tekjumódelið sé ógegnsætt og greiðslur til þeirra sem eigi verk hjá Storytel hérlendis séu afar lágar.

Í blaðinu er rætt við formann sambandsins, Karl Ágúst Úlfsson, sem segir að stjórnin hafi fundað í gær og komist að þessari niðurstöðu. „Þetta var einróma afstaða,“ segir hann, en í ályktun stjórnar rithöfundasambandsins segist hún meðal annars hafa áhyggjur af „enn meira valdaójafnvægi á bókamarkaði,“ gangi kaupin eftir þar sem sami aðili eignist stærstu bókaútgáfu landsins og eina streymisveita hljóðbóka. Í samtali við Fréttablaðið segir Karl Ágúst einmitt hafa áhyggjur af því að sameining jafn stórra aðila komi til með að bitna á minni forlögum.

Þess má geta Bókmenntafélagið Mál og Menning sem seldi Storytel 70 prósent í Forlaginu mun áfram fara með 30 prósenta hlut í félaginu sem mun starfa áfram sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið frá streymisveitu Storytel á Íslandi.

Kaup Storytel eru nú til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu.

Sjá einnig: Útgefendur sagðir áhyggjufullir vegna kaupa Storytel í Forlaginu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -