• Orðrómur

Róbert færði Halldóri uppljóstrara stefnu fyrir utan World Class

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hall­dór Krist­manns­son, einn nán­asti sam­verkamaður Ró­berts Wessman síðustu 18 ár, segir að setið hafi verið fyrir honum fyrir utan líkamsræktarstöð World Class til að afhenda honum uppsagnarbréf og stefnu. Hann steig nýverið fram sem uppljóstrari þar sem hann sakar Róbert um ofbeldi og líflátshótanir úr forstjórarstóli Alvogen og Alvotech fyrirtækjanna.

Morgunblaðið greinir frá þessu og vísar í yfirlýsingu sem Halldór sendi frá sér. Þar kemur fram að hann vilji enn útkljá málið í sátt og utan dómstóla.

„Ég hef tals­verðar áhyggj­ur af því að aðgerðarleysi Al­vo­gen og Al­votech gagn­vart Ró­bert Wessman, kunni að skaða orðspor fyr­ir­tækj­anna,“ segir Hall­dór sem sjálfur er hluthafi sem hafi hagsmuni af því að fyrirtækin geti haldið áfram að dafna.

- Auglýsing -

Róbert Wessman , forstjóri Alvogen og Alvotech, sendi háttsettum stjórnendum í lyfjafyrirtækinu Actavis morðhótanir í janúar 2016. Í fjölda textaskilaboða er þeim og fjölskyldum þeirra hótað lífláti, auk fjölda annarra óviðeigandi skilaboða. Báðir eiga þeir farsælan feril sem stjórnendur í alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum og báru vitni í dómsmáli á milli Róberts og Björgólfs Thor Björgólfssonar á Íslandi á þessum tíma. Vitnisburður þeirra virðist hafa komið Róbert í uppnám en hann hefur beðist afsökunar.

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Halldórs í heild sinni:

„Ég hef talsverðar áhyggjur af því að aðgerðarleysi Alvogen og Alvotech gagnvart Róbert Wessman, kunni að skaða orðspor fyrirtækjanna. Málið hefur vakið nokkra athygli erlendis á meðal samstarfsaðila, viðskiptavina og fjárfesta, sem hafa sumir hverjir sett sig í samband við mig. Umræddir aðilar hafa eðlilega borið upp spurningar og lýst áhyggjum af þróun mála. Sama á við um íslenska fjárfesta, sem komu nýlega að fjármögnun Alvotech, og aðra sem hafa hagsmuna að gæta hér á landi. 

- Auglýsing -

Ég vill því stíga fram og ítreka sáttahug og velvilja í garð fyrirtækjanna og samstarfsmanna. Slík sátt setur hagsmuni fyrirtækjanna í forgang og felur í sér að óháðir stjórnarmenn taki hæfi Róberts til alvarlegrar skoðunar. Auðmýkt, virðing og almenn skynsemi, er það eina sem þarf til að ljúka þessu máli, með farsælum hætti.“

Halldór segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum, með viðbrögð fyrirtækjanna við ábendingum sínum, sem lagðar voru fram í janúar. Sú sérkennilega „taktík“ að skjóta sendiboðann og hvítþvo Róbert, sé augljóslega til þess fallin að rýra trúverðuleika stjórnarmanna og hluthafa, og geti að óbreyttu skaðað orðspor fyrirtækjanna til framtíðar.

„Ég hef enn ekki fengið neina niðurstöðu um rannsókn, enda hef ég ástæðu til að efast um að einhver rannsóknarskýrsla hafi yfir höfuð verið gerð. Mér var meinaður aðgangur að vinnugögnum, til að aðstoða við rannsóknina, og frá byrjun var ljóst að lögfræðistofunni White & Case, var falið að „hvítþvo“ Róbert.  Enn og aftur, virðist stjórn Alvogen ætla að horfa fram hjá kvörtunum um ósæmilega hegðun Róberts 

- Auglýsing -

Fordæmalaus harka í minn garð, sem uppljóstrara, er beinlínis með ólíkindum. Sama dag og nafni mínu er lekið í fjölmiðla og tilkynnt um „hvítþottinn“, þá er setið fyrir mér fyrir utan World Class í Smáralind, með uppsagnarbréf og stefnu, þar sem fyrirtækin hyggjast freista þess að fá lögmæti uppsagnarinnar staðfesta fyrir Héraðsdómi. Stjórnum fyrirtækjanna virðist einfaldlega vera ofviða að framkvæma óháða rannsókn á stjórnarformanni, forstjóra og sínum stærsta hluthafa, eða aðhafast nokkuð yfir höfuð þegar Róbert er annars vegar.“

„Engar stoðir…..allir starfsmenn….og var í flugvél“

Svo hefur íslenskum lögmanni verið falið það vandasama hlutverk að standa fyrir framan sjónvarpsmyndavélar, og fullyrða með hæfilegri sannfæringu þó, að „engar stoðir séu fyrir ásökunum“ og að „allir starfsmenn, sem rætt hafi verið við, beri Róbert vel söguna.“  Það er auðvitað kjánalegt að horfa upp á slíkt. Yfirlýsingar félagsins eru augljóslega í litlu samhengi við opinbera  afsökunarbeiðni Róberts, á hluta brotanna deginum áður, að fjölmiðlar hafi rætt við vitni, og að fyrir liggi ógrynni af gögnum, er varða alvarlegar ásakanir forstjórans gagnvart meintum óvildarmönnum, sem hann vildi koma höggi á.

Þá vakti það athygli mína að talsmaður Róberts, kýs að halda því sérstaklega til haga í fjölmiðlum, að forstjórinn hafi verið í flugvél þegar morðhótanir áttu sér stað, og hafi reyndar engum hótað frá árinu 2016.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -