• Orðrómur

Róbert miður sín og baðst afsökunar á SMS skeytum: „Þetta voru mistök“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lára Ómarsdóttir, upplýsingafulltrúi fjárfestingarfélags Róberts, segir að Róbert Wessman geri sér grein fyrir því að það hafi verið mistök að senda SMS sem innihéldu hótanir í garð fyrrverandi stjórnenda hjá Actavis. „Þetta voru mistök sem Róbert sá strax eftir og baðst afsökunar. Róbert gerir sér fullkomlega grein fyrir því að það var rangt af honum að senda skilaboðin og hann sá strax eftir því að hafa sent þau. Hann lærði af þessum mistökum og þetta hefur ekki gerst fyrr né síðar,“ segir Lára í samtali við Mannlíf.

Líkt og Mannlíf greindi frá sendi Róbert, forstjóri Alvogen og Alvotech, háttsettum stjórnendum í lyfjafyrirtækinu Actavis morðhótanir í janúar 2016. Í fjölda textaskilaboða er þeim og fjölskyldum þeirra hótað lífláti, auk fjölda annarra óviðeigandi skilaboða. Báðir eiga þeir farsælan feril sem stjórnendur í alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum og báru vitni í dómsmáli á milli Róberts og Björgólfs Thor Björgólfssonar á Íslandi á þessum tíma. Vitnisburður þeirra virðist hafa komið Róbert í uppnám.

Sjá einnig: Róbert sakaður um hótanir og ofbeldi: „Ég mun eyðileggja þig og fjölskyldu þína“

- Auglýsing -

Vegna fréttaflutnings um ásakanir á hendur sér sendi Róbert frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segir að sér þyki mjög miður að samstarfi þeirra Halldórs til átján ára hafi lokið með þessum hætti. Mannlíf hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Róbert vegna málsins en það hefur engum árangri skilað. Hann svaraði því til að hann væri bundinn trúnaði og því ljóst að hann ætlar sér ekki að tjá sig efnislega um ásakanirnar.

Svona hljóðar yfirlýsing Róberts:

Vegna fréttaflutnings í dag vegna ásakana Halldórs Kristmannssonar á hendur mér er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram. Það er augljóst af bréfasendingum lögmanna Halldórs, Quinn Emanuel, að ásakanir hans eru gerðar í fjárhagslegum tilgangi enda koma þar fram kröfur um greiðslur til handa honum. Eins og fram hefur komið var fengin óháð alþjóðleg lögmannsstofa til að fara ofan í saumana á kvörtunum Halldórs. Talað var við tugi starfsmanna og farið yfir fjölda gagna og niðurstaðan var skýr. Til að tryggja enn betur trúverðugleika þeirrar skoðunar sem fram fór var önnur óháð lögmannsstofa fengin til að fara yfir ferli skoðunarinnar og staðfesta þá. Fyrir mig eru þessar ásakanir mjög mikil vonbrigði enda vegið að mínum starfsheiðri og persónu. Mér þykir mjög miður að samstarfi okkar Halldórs til 18 ára hafi lokið með þessum hætti.

- Auglýsing -

 

Dæmi um SMS skilaboð Róberts í gögnum um málið: 

„Ég mun drepa þig“

- Auglýsing -

„Þú munt fá þetta borgað“

„Fokkaðu þér“

„Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa“

„Ég veit allt um þig … Engin miskunn skíthællinn þinn“

„Þú ert viðbjóðslegt fífl, úrþvætti, ég tók þig upp af götunni…“

„Ég mun ekki una mér hvíldar fyrr en það verður úti um þig tvisvar… “

„Ég réð þig þegar enginn vildi þig herra gull rassgat … ég mun borga þér þetta tilbaka…“

„Lygar þínar kostuðu mig milljónir dala það er úti um þig ég mun fara á eftir þér fíflið þitt“

„Ég varði þig alltaf og ákvörðun þín var að ljúga ljúga ljúga viðbjóðslegi skíthaugurinn þinn.“

„Halló skíthæll ég mun rústa þér og fjölskyldu þinni.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -