Mánudagur 15. ágúst, 2022
6.8 C
Reykjavik

Róbert vildi klekkja á ríkislögreglustjóra – Sonurinn fékk hæstu skaðabætur Íslandssögunnar

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Róbert Wessman lagði á ráðin um að koma höggi á tvo háttsetta embættismenn, samkvæmt heimildum Stundarinnar. Greint er frá því í blaðinu í dag að gögn um málið hafi verið lögð fyrir stjórn Alvogen og séu hluti af rannsóknargögnum uppljóstrara fyrirtækisins, sem steig fram í vikunni. Ástæðan fyrir óvild í garð Haraldar Johannessen, fyrrum ríkislögreglustjóra, mun vera sú að Róbert greiddi syni hans, Matthíasi Johannessen skaðabætur í dómsmáli árið 2016. Samkvæmt heimildum sem Stundin vitnar til skoða umræddir embættismenn, þar á meðal Haraldur Johannessen, lagastöðu sína gagnvart Róberti. Halldór Kristmannsson, uppljóstrari Alvogen, hefur samkvæmt yfirlýsingu fyrr í vikunni, óskað eftir því að Róbert sjálfur og systurfyrirtækin Alvogen og Alvotech, biðji viðkomandi aðila formlega afsökunar.

 

Haraldur Johannesson. Róbert vildi koma á hann höggi.

Uppljóstrarinn mun hafa verið beðinn um að koma höggi á embættismennina í fjölmiðlum en ekki er vitað með hvaða hætti það átti að vera. Í yfirlýsingu Halldórs kom fram að hann telji ásakanir á hendur umræddum embættismenn í senn svívirðilegar og ósannar og hafi verið lagt fram til að vega beinlínis að æru og mannorði umrædda aðila.

Hæstu skaðabætur Íslandssögunnar

Á árinu 2016 tapar Róbert skaðabótamáli fyrir syni Haraldar, Matthíasi og var nauðbeygður að greiða honum 1400 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Mannlífs er þetta Íslandsmet og hæstu skaðabætur greiddar af einstaklingi hér á landi.

Róbert Wessman á reynda fleiri Íslandsmet samkvæmt heimildum Mannlífs: Hann á til að mynda dýrustu íbúð keypta af Íslendingi á besta stað á Manhattan í New York, sem var keypt fyrir rúma 4 milljarða, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, er fjallaði nýlega um málið.

Þá á Róbert fallegan kastala í Frakklandi eins og Mannlíf hefur áður fjallað um og á árinu 2019, keypti hann hús í London fyrir 3 milljarða króna, en DV fjallaði fyrst um málið.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -