• Orðrómur

Róbert vill 400 milljónir fyrir Arnarneshöllina – Flytur úr landi eftir átök við uppljóstrara

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Róbert Wessman forstjóri Alvogen og Alvotech hefur sett glæsilegt heimili sitt í Garðabænum á sölu. Um er að ræða rúmlega 400 fermetra einbýishús við Tjaldanes 15 á Arnarnesinu. Samkvæmt heimildum Mannlifs mun þetta vera hæsta verð sem sett hefur verið á hús á þessum hluta Arnarnessins sem hefur almennt verið nokkuð lægra en þeirra sem njóta sjávarútsýnis. Húsið mun þó vera vandað í alla staði og hannað af Halldóri Gíslasyni arkitekt.

Einbýlishúsið við Tjaldanes var byggt árið 1990 en Róbert og Ksenia létu gera eignina upp. Þau fluttu svo inn um áramótin 2019. Húsið er í kringum 400 fermetra og teiknaði Halldór Gíslason, arkitekt, húsið.

Fasteignasalan Borg hefur húsið nú til sölu en mikil leynd hvílir yfir söluferlinu og ekki er hægt að finna myndir eða upplýsingar um ásett verð á vef fasteignasölunnar þar sem óskað er eftir tilboðum. Samkvæmt heimildum Mannlífs vill Róbert fá 400 milljónir fyrir höllina en hann mun hafa keypt húsið fyrir um 170 milljónir króna í lok árs 2018. Lyfjaprinsinn gæti því hagnast um 230 milljónir króna á sölu hússins. Húsið var skráð á sölu þann 6.júlí síðastliðinn og hefur nokkrum vel völdum efnuðum einstaklingum verið boðin heimsókn í húsið. Samkvæmt heimildum Mannlífs er það þó óselt ennþá og bíður nýrra eigenda.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Lyfjaprinsinn Róbert Wessman nýtur lífsins í milljarða fasteignum – MYNDIR OG MYNDBAND

Til gamans má geta var eignin við Tjaldanes var metin á 42 milljónir árið 1994 en því var sagt frá í tímaritinu Eintak. Þar sagði: „Telst það því í hópi dýrustu íbúðarhúsa á Íslandi, að sögn fasteignasala.“ Húsið hefur þá í gegnum tíðina ratað reglulega á lista í fjölmiðlum yfir glæsilegustu fasteignir landsins.

Húsið sett á sölu eftir átök við uppljóstrara

- Auglýsing -

Róbert og fjölskylda hans höfðu dvalið á heimili sínu í Garðabænum í nokkurra mánaða skeið þegar fjölmiðlaumfjöllun hófst um ásakana uppljóstrara í mars síðastliðinn. Hann flutti þá fljótt af landi brott og dvelur nú í London í glæsilegu húsi en þar hefur fjölskyldan einnig haldið heimili undanfarin tvö ár. Róbert hefur verið sakaður um morðhótanir, ofbeldi gegn háttsettum stjórnendum lyfjafyrirtækjanna og að hafa beitt stjórnendum óspart til að klekkja á meintum óvildarmönnum.

Þrátt fyrir að Róbert hafi sjálfur viðurkennt opinberlega hluta brota sinna hefur hann sjálfur og fyrirtækin haldið sig við upprunalega fréttatilkynningu frá því í mars. Þá steig lögmaður fyrirtækjanna Eva Bryndís Helgadóttir, eftirminnilega frammi fyrir fréttamanni RÚV í kvöldfréttum sjónvarps og fullyrti að enginn fótur væri fyrir ásökunum. Það var Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech og hægri hönd Róberts til 18 ára, sem steig fram og sendi stjórnum fyrirtækjanna bréf og hefur sagt að Róbert hafi lekið nafni sínu í fjölmiðla og opnað fjölmiðlaumfjöllun um málið.

Eitt sögufrægasta hús Reykjavíkur, gamla Borgarbókasafnið sem stendur við Þingholtsstræti 29a er einnig í eigu Róberts, það er félags í hans eigu. Húsið var byggt 1916 og er tæplega 710 fermetrar að stærð og metið á rúmar 113 milljónir króna.

- Auglýsing -

„Hús uppljóstrara rúmlega tvöfalt stærra en hús Róberts“

Það var svo Árni Harðarson aðstoðarforstjóri Alvogen sem greindi nýlega frá því í innsendri grein á visir.is, að Halldór ætti tvöfalt stærra hús en Róbert en þeir hafa báðir átt heimili í Garðabænum. Þar sagði Árni að heimili Halldórs væri eitt þúsund fermetrar að stærð en hús Róberts mun vera rúmlega 400 fermetrar.

Athygli vekur að öll heimili Róberts virðast vera skráð á einkahlutafélag í hans eigu og er eignin við Tjaldanes til að mynda skráð á Hrjáf ehf.

Það ætti ekki að fara illa um þau er fjölskyldan ferðast til Frakklands. En eins og áður sagði á Róbert 5.000 fermetra kastala í Bergerace í Frakklandi. Í honum má meðal annars finna 25 herbergi, líkamsræktarsal og innisundlaug.

Glæsileg heimili víða um heim

Róbert á fokdýrar fasteignir bæði í útlöndum og hérlendis. Meðal þeirra eru þriggja milljarða króna íbúðir í New York og Lundúnum ásamt 5 þúsund fermetra kastala í Frakklandi. Mannlíf og aðrir fjölmiðlar hafa áður fjallað um glæsileg heimili Róberts og fjölskyldu víða um heim. Heimili lyfjaprinsins eru vel á annan tug milljarða að markaðsvirði.

Lundúna íbúð Róberts er staðsett í Kensingtone-hverfinu og er hún aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Kensingtone höll. Það er ekki einungis konungsfjölskyldan sem býr í nágrenni við Róbert. Beckham hjónin eru einnig búsett í hverfinu, Simon Cowell, Elton John og fleiri heimsfrægir.

Ekki er vitað hvort Róbert sé að leita að nýju heimili á Íslandi eða hvort hann sé alfarið farinn af landi brott. Líkt og áður svarar Róbert ekki fjölmiðlamönnum á Íslandi og Mannlíf fékk því ekki frekari upplýsingar um búflutninga Róberts eða hvort fjölskyldan hyggst eiga heimili hér á landi í framtíðinni.

Á 66. hæð við Park Avenue í New York borg á Róbert íbúð. Hafa fjölmiðlar ytra kallað bygginguna „grafhýsi auðsins“ og „fangelsi fyrir milljarðamæringa.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -