• Orðrómur

Róbert Wessman segist áfram njóta „fulls trausts“ þrátt fyrir morðhótanir og líkamsárásir

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Róbert Wessman forstjóri Alvotech og Alvogen er í forsíðuviðtali í Markaðnum í dag. Þar greinir hann frá björtum framtíðarhorfum Alvotech og væntanlegum áfangagreiðslum fyrirtækisins á næstu árum. Í viðtalinu er greint frá því að hætt hafi verið við skráningu á hlutabréfamarkað í Hong Kong og nú sé horft til Bandaríkjanna og að skráningu ljúki hugsanlega á þessu ári. Róbert segist sannfærður um að Alvotech takist að vera fyrst á markað með sitt fyrsta líftæknilyf í Bandaríkjunum og lyfið verði skráð á þessu ári. 

Í viðtalinu segist Róbert áfram njóta trausts í starfi sínu sem forstjóri, þrátt fyrir alvarlegar ásakanir Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Alvogen og Alvotech. Róbert vill ekki tjá sig um málið í viðtali við Markaðinn, en segir það viðkvæmt starfsmannamál og að engin gögn hafi sýnt að ásakanirnar ættu við rök að styðjast. Þetta stangast þó á við hans eigin yfirlýsingar og umfjallanir fjölmiðla um málið. 

Róbert viðurkennir morðhótanir 

Róbert hefur sjálfur viðurkennt að hafa hótað fyrrum samstarfsmönnum sínum lífláti á árinu 2016 og sagt að hótanirnar hafi verið mistök, þær hafi verið gerðar í flugvél og hann hafi engum hótað frá þeim tíma. Fjölmiðlar hafa áður fjallað um líkamsárásir Róberts á nána samstarfsmenn og rætt við að minnsta kosti tvö vitni því til staðfestingar. Róbert hefur áður sagt að hann sé bundinn trúnaði og geti ekki tjáð sig um líkamsárásir, en hefur þó ekki neitað þeim sérstaklega frekar en öðrum ásökunum. Þá er staðfest í fjölmiðlum að Róbert bar Harald Johannessen fyrrum ríkislögreglustjóra og Pál Winkel fangelsismálastjóra þungum sökum. Sigríður Anderssen, fyrrum dómsmálaráðherra hefur fordæmt árásir Róberts og segist ekki skilja þær. 

Athyglisvert er hvernig Róberti Wessman tekst áfram að komast hjá því að svara efnislega fyrir ásakanir uppljóstrara og fullyrðir að engar stoðir séu fyrir þeim. Algjör þögn hefur ríkt í kringum málefni Róberts í um tvo mánuði en vænta má þess að mál Alvogen og Halldórs verði tekið fyrir í héraðsdómi á næstu vikum. 

 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -