Mánudagur 17. janúar, 2022
5.9 C
Reykjavik

Róbert Wessman eignast fjölmiðil

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Samkvæmt tilkynningu til Fjölmiðlanefndar, þá hafa Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, og Árni Harðarson, samstarfsmaður Róberts hjá Alvogen, tekið yfir rekstur fjölmiðilsins Man.is. Félag þeirra, Aztiq Fjárfestingar ehf., hefur samkvæmt sömu tilkynningu tekið yfir rekstur Fjárfestingafélagsins Dalsins ehf, móðurfélags Man útgáfufélags ehf., eiganda vefsetursins Man.is. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen, hefur selt 100 prósent eign sína í félögunum.

Útgáfufélagið Man var á sínum tíma stofnað af Björk Eiðsdóttur ritstjóra og Auði Húnfjörð auglýsingastjóra um tímaritið Man sem hefur verið í útgáfuhléi siðan. Ekki liggur fyrir hvort Róbert og Árni ætli að endurvekja það.

Fjárfestingafélag Róberts og Árna hefur komið að fjármögnun íslenskra fjölmiðla á undanförnum árum og hefur meðal annars fjármagnað rekstur Birtíngs útgáfufélags frá árinu 2017. Áður var Róbert stór hluthafi í DV og Pressunni. Í júlí 2020 var Birtíngur seldur til Sigríðar Dagnýjar Sigurbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Birtínngur seldi á þessu ári útgáfurétt Mannlífs og vefsvæðið mannlif.is til Sólartúns ehf. sem er í eigu Reynis Traustasonar og Trausta Hafsteinssonar.

 

Lára Ómarsdóttir, talsmaður Róberts, taldi ólíklegt að tímaritið yrði endurreist eða efnt til fjölmiðlareksturs.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -