Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
10.8 C
Reykjavik

Róbert Wessman greiðir 11,3 milljarða í arð – Slóð peninga um skattaskjól

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Róbert Wessman forstjóri Alvotech og Alvogen greiddi 11,3 milljarða króna í arð á síðasta ári í gegnum sænskt eignarhaldsfélag sem heldur utan um hluti Róberts í fyrirtækjunum. Arðurinn rann til félags í Lúxemborg og nær peningaslóðin til skattaskjólsins Jersey, þar sem Róbert og fjölskylda hans eiga sjálfseignarsjóð eftir því sem Stundin greinir frá. Morgunblaðið hefur áður fjallað um þá dulúð sem hefur einkennt eignarhald Róberts í Alvogen í gegnum skattaskjól og hvernig hann kom á fót sjálfseignarsjóði á aflandseyjunni Jersey á árinu 2015. Í umfjöllun blaðsins er greint frá því að Sigríður Ýr Jensdóttir fyrrverandi eiginkona Róberts og börn þeirra myndu njóta góðs af ávöxtun sjóðsins og að Róbert sjálfur hafi enga stjórn á eignum sjóðsins eða ráðstöfunum. 

Athygli vekur að háar arðgreiðslur eiga sér stað á sama tíma og bæði Alvotech og Alvogen berjast í bökkum og hafa skilað miklu tapi undanfarin ár. Á sama tíma hefur stærsti hluthafi Alvogen reynt að selja hlut sinn í fyrirtækinu ef marka má umfjöllun Fréttablaðsins fyrr á þessu ári. Það var svo í júní að stærstu hluthafar Alvogen stigu fyrsta skrefið í þeirri vegferð þegar Aztiq samsteypa Róberts keypti hlut í Alvogen í Bandaríkjunum fyrir um 100 milljónir bandaríkjadala. 

Róbert Wessman og kona hans Ksenia Shakhmanova

Alvotech í mikilli fjárþörf

Alvotech leitar nú að nýju fjármagni og hefur boðað tvíhliða skráningu á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Bandaríkjunum á þessu ári. Samkvæmt heimildum Mannlífs hefur fyrirtækjaráðgjöf Arion banka og Landsbanka Íslands undirbúið fyrirtækið fyrir væntanlegt hlutafjárútboð hér á landi. Sérstaklega verður horft til lífeyrissjóða og fagfjárfesta til að styðja við taprekstur Alvotech þangað til líftæknilyf fyrirtækisins koma á markað. Miklar væntingar eru um að Alvotech geti skilað myndarlegum gjaldeyristekjum á næstu árum og nú þegar starfa um 700 manns hjá fyrirtækinu. Fyrrgreindar fjármálastofnanir hafa áður komið að fjármögnunarverkefnum Alvotech og Landsbankinn var einnig stór lánveitandi til fjárfestingafélags þeirra Róberts og Árna Harðarsonar, Salt Investments á árunum fyrir hrun. Stundin hefur fjallað um gríðarlegar afskriftir Róberts og Salt Investments hjá Glitni banka og Landsbankanum en hann er talinn hafa greitt aðeins brot af skuldum sínum hjá umræddum bönkum. 

Hvaðan komu peningarnir?

Rekstrarfélög Róberts hafi skilað umtalsverðu tapi á síðustu árum og því er óljóst hvernig hægt er að greiða á annan tug milljarða úr fyrirtækjasamsteypu sem hefur barist í bökkum. Erfitt virðist vera að átta sig á því hvaðan fjármunir koma sem gera Róbert kleift að greiða sér svo stóran arð og koma því í sjálfseignarsjóð í skattaskjóli. Telja má víst að einhversstaðar í fyrirtækjasamsteypu Róberts hafi myndast gríðarlegur hagnaður vegna sölu eigna eða annarra viðskipta og þannig hafi skapast forsendur til arðgreiðslu á síðasta ári. Í umfjöllun Stundarinnar segir að nánast ógerlegt sé að átta sig á því hvaðan þessir fjármunir koma.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -