Sunnudagur 22. maí, 2022
8.8 C
Reykjavik

Róbert Wessman hótar Guðmundi vegna Facebook færslu: „Hrokafullur héri sendir húskarla sína á mig“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Róbert Wessman, auðjöfur hefur nú hótað manni að nafni Guðmundur Jón Sigurðsson fyrir að rita Facebook færslu þar sem hann sakar Róbert um að hafa staðið að innbrotinu í bíl Reynis Traustasonar, ritstjóra og eiganda Mannlífs, sem og innbrotinu inn á skrifstofu Mannlífs.

Guðmundur fékk í dag kröfubréf frá lögmanni Róberts Wessman þar sem þess er krafist að hann eyði færslunni og biðji Róbert afsökunar á henni, ellegar eigi hann von á lögsókn. DV sagði frá málinu í dag.

Líkt og alþjóð veit gerðust þeir ótrúlegu atburðir í gærnótt og fyrrakvöld að brotist var inn í bíl Reynis Traustasonar og síðan inn á skrifstofu Mannlífs. Þar var tölvum stolið og miklum tíma eytt í að eyða út öllum fréttum og öðru efni en Mannlífsvefurinn lá niðri lungað af deginum í gær. Tekist hefur nú að ná flestum fréttunum aftur.

Í færslunni kallar Guðmundur lyfjarisann Róbert, ofstopamann og segir að ekkert gerist fyrir tilviljun.

„Eru svona tilviljanir til?

Í gær hótaði Róbert Wessman Reynir Traustasyni ritstjóra Mannlífs vegna fréttaflutnings af þessum Róberti.
Í gærkvöldi var brotist inn í bíl Reynis og öllu, stóru sem smáu, stolið úr bílnum.
Í nótt var brotist inn á Mannlífsvefinn og framin þar skemmdarverk og ekki annað að sjá en að öllu efni hafi verið eytt af fréttavefnum.
Það liggur fyrir að Róbert þessi er ofstopamaður sem sést ekki fyrir i ofbeldishegðun.
Það sagði mér vís maður fyrir margt löngu að ekkert gerðist fyrir tilviljun.“

Í dag fékk Guðmundur kröfubréf frá lögmanni Róberts en þar stóð meðal annars; „Með umfjöllun þinni er látið að því liggja að umbj. minn hafi gerst sekur um aðild eða
hlutdeild í refsiverðu lögbroti, sem fullyrt er að hafi átt sér stað á skrifstofum Mannlífs. Ljóst er að ekki verður við það unað, enda fela skrif þín í sér ærumeiðandi aðdróttanir, sbr. 234.-237. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“

- Auglýsing -

Þá kallar lögmaðurinn fréttamiðilinn Mannlíf „bloggmiðil Reynis Traustasonar“ í næstu orðum bréfsins. „Í umfjöllun þinni lætur þú liggja að því, að umbj. minn eigi einhvern þátt meintu innbroti sem sagt er að hafi verið framið á skrifstofum bloggmiðils Reynis Traustasonar, www.mannlif.is. Fullyrðir þú meðal annars að umbj. minn sé „ofstopamaður sem sést ekki fyrir í ofbeldishegðun.“ Þá segir í umfjöllun þinni, að „ekkert gerðist fyrir tilviljun.“

Er þess krafist að Guðmundur bæði fjarlægi færsluna og biðji Róbert afsökunar skriflega. Ef hann gengur ekki að þessari beiðni verður hann kærður.

„Verði ekki brugðist við framangreindum kröfum innan tilgreindra tímamarka, áskilur umbj. minn sér rétt til að stefna málinu fyrir dómstóla án frekari fyrirvara. Það kann að hafa í för með sér verulega aukinn kostnað fyrir þig.

- Auglýsing -

Áskilinn er réttur umbj. míns til þess að rökstyðja nánar eða með breyttum hætti gerðar kröfur, tefla fram nýjum og/eða breyttum lagarökum, málavöxtum og málsástæðum allt eftir því sem þurfa þykir.“

Sjá einnig: Róbert krefst tölvupósta og gagna um hótanir: Beitir lögfræðistofu Harveys Weinstein gegn Mannlífi

Guðmundur mun ekki verða við kröfunni

Guðmundur svaraði lögmanninum að bragði og segist ekki ætla að verða við þessum kröfum. Orðrétt segir í svari hans:

„Ég hef móttekið þessa sérkennilegu kröfu ykkar Róberts um að þið hafið umboð til að ritstýra Facebook síðu minni.

Það kemur að sjálfsögðu ekki til álita.

Að auki er rétt að benda á að í þessu bréfi ykkar félaga er aukinheldur rangt farið með beina tilvitnun.

Hef miklar efasemdir um að taka bera þessar hótanir ykkar alvarlega enda er ég þeirrar skoðunar að þegar á reyni sé þessi Róbert huglaus og muni ekki hafa kjark til að fara í svo veikt mál sem þetta er.

Kær kveðja að sinni og megið þið félagar njóta helgarinnar,

-GS“

Einnig ritaði Guðmundur nýja færslu á Facebook í dag þar sem hann segir frá hótun lögmannsins.

„Einhver skemmtilegasti dagur sem ég hef upplifað lengi.

Hrokafullur héri sendir húskarla sína á mig vegna skorts þeirra á lesskilningi.
Hótanir flæða um kostnað og dómstóla. Held samt að Róbert Wessmann sé bleyða, held hann sé svo blauður að hann muni renna af hólmi þrátt fyrir að vera búinn að girða sig af með húskörlum og kerlingum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -