• Orðrómur

Róbert Wessman látinn „fjúka“ frá Actavis – Má illa við því að lenda í hringiðu hneykslismála

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Róbert Wessman var rekinn frá Actavis í ágúst 2008 af Björgólfi Thor Björgólfssyni, eftir að hafa gert til tilraun til að segja aðstoðarforstjóra sínum upp störfum símleiðis. Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun.

Róbert og Björgólfur Thor hafa átt í hörðum deilum frá brottrekstrinum og Róbert sjálfur hefur áður haldið því fram að honum hafi ekki verið sagt upp störfum, heldur hafi hann ákveðið sjálfur að hætta. Morgunblaðið greinir frá því að samskipti þeirra hafi verið brokkgeng frá því Actavis var tekið af markaði, árið 2007. Hið sama hafi átt við um samskipti við Sigurð Óla Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Róberts, sem hafi starfað hjá Actavis frá árinu 2003. Það er svo í ágúst 2008, þegar Róbert hringir í Sigurð Óla í miklum æsingi og segir honum upp störfum. Sigurði Óla mun hafa verið mjög brugðið og upplýsir Björgólf Thor um málið. Sigurður Óli er í dag forstjóri alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Hikma og hefur þótt afar farsæll í sínum störfum.

Actavis í miklum rekstrarvanda árið 2008

- Auglýsing -

Samkvæmt heimildum Mannlífs var það ekki einungis ósæmileg hegðun Róberts, gagnvart Sigurði Óla, sem gerði það að verkum að Róbert var rekinn frá Actavis. Fyrirtækið hafi átt í miklum rekstrarvanda og þá sérstaklega í Bandaríkjunum, sem var stærsti markaður Actavis á þessum tíma. Bandaríska lyfjaeftirlitið lokaði til að mynda verksmiðju fyrirtækisins þar í landi, eftir að upp komst um alvarleg gæðavandamál. Í kjölfarið var ljóst að rekstur Actavis var veikburða og fyrirtækið þurfti aukið fjármagn.

Ásakanir á hendur Róberti fyrir fólskulega stjórnunarhætti koma á viðkvæmum tíma fyrir fyrirtækin sem hann stýrir. Samkvæmt Kjarnanum hefur rekstur Alvogen nefnilega ekki gengið sem skyldi. Í lok síðasta mánaðar breytti láns­hæf­is­mats­fyr­ir­tækið Moo­dy’s horf­um Al­vo­gen í Banda­ríkj­un­um úr stöðugum í nei­kvæðar.

Vegna viðkvæmrar stöðu þá má Alvogen/Alvotech því illa við því að lenda í hringiðju hneykslismála. Kjarninn bendir á að bandarískt lyfjafyrirtæki, AbbVie, hafi stefnt Alvotech fyrir að hafa stolið trúnaðarupplýsingum. Alvotech hafnaði málatilbúnaðinum líkt og stjórn Alvogen hefur einnig gert gagnvart nýjustu ásökunum á hendur forstjóranum. Helsti vandi fyrirtækisins er sá að fjárfestar á borð við íslensku lífeyrissjóðina hrökkvi undan.

- Auglýsing -

Sér eftir SMS-unum með líflátshótunum

Róbert, forstjóri Alvogen og Alvotech, sendi háttsettum stjórnendum í lyfjafyrirtækinu Actavis morðhótanir í janúar 2016. Í fjölda textaskilaboða er þeim og fjölskyldum þeirra hótað lífláti, auk fjölda annarra óviðeigandi skilaboða. Báðir eiga þeir farsælan feril sem stjórnendur í alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum og báru vitni í dómsmáli á milli Róberts og Björgólfs Thor Björgólfssonar á Íslandi á þessum tíma. Vitnisburður þeirra virðist hafa komið Róbert í uppnám.

Halldór Kristmannsson, einn nánasti samstarfsmaður Róberts til 18 ára, steig fram í gær og greindi frá morðhótunum og meintum líkamsárásum Róberts gagnvart samstarfsmönnum undir áhrifum áfengis. Auk þess segir Halldór að Róbert hafi beitt hann óeðlilegum þrýstingi, sem starfsmanns Alvogen, til að koma höggi á óvildarmenn sína.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -