• Orðrómur

Róbert Wessman sendi 30 textaskilaboð í flugvél – Ber fyrir sig trúnað og tjáir sig ekki

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mikið hefur gustað um Róbert Wessman, forstjóra Alvogen og Alvotech undanfarnar vikur eða frá því uppljóstrari innan fyrirtækjanna steig fram og upplýsti um ósæmilega hegðun forstjórans. Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt málinu áhuga og í gær fjallaði Generics Bulletin um málið en áður hafði Bloomberg fjallað fyrst erlendra miðla um ásakanir á hendur Róbert.

Halldór Kristmannsson, fyrrum framkvæmdastjóri Alvogen og Alvotech og einn nánasti samstarfsmaður Róberts til 18 ára birti yfirlýsingu vegna umfjöllunar erlendra fjölmiðla á samfélagsmiðlinum LinkedIn í gær. Róbert og Lára Ómarsdóttir, samskiptastjóri Aztiq, hafa ítrekað sagt við fjölmiðla að forstjórinn sé bundinn trúnaði vegna ásakana og hafa því ekki tjáð sig um meintar líkamsárásir eða fyrirhugaða aðför að mannorði Haralds Johannessen og Páls Winkel, fangelsismálastjóra.

Baðst afsökunar

Athygli hefur vakið að forstjórinn beri fyrir sig trúnaðarskyldu vegna atburða sem tengjast ekki á nokkurn hátt rekstri fyrirtækjanna. Talsmaður Róberts hefur sagt að hann hafi beðist afsökunar á morðhótunum, sjái eftir þeim og hafi engum hótað frá árinu 2016.

Í frétt Generics Bulletin í gær er vísað til trúnaðar og að ekki sé hægt að tjá sig um ásakanir á hendur Róbert Wessman, nema að því leiti að þær eru sagðar „baseless“ eða hafi enga stoðir, eins og áður hefur komið fram í íslenskum fjölmiðlum. Þá virðist litlu skipta þó fjölmiðlar hafi rætt við vitni af líkamsárásum og að fyrrum dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður fangelsismála hafi öll tjáð sig um málið opinberlega. Í yfirlýsingu Alvogen til Generics Bulletin er bætt við að lögfræðistofa fyrirtækisins, White & Case, hafi annast rannsókn málsins, rætt við starfsmenn og komist að niðurstöðu sem feli í sér að „engar stoðir“ séu fyrir ásökunum og „allir starfsmenn“ sem rætt hafi verið við beri forstjóranum vel söguna.

30 textaskilaboð send í 18 klukkustunda flugferð – óvíst með lögsögu?

- Auglýsing -

Athygli hefur vakið að talsmaður Róberts segir að Róbert hafi verið í flugvél þegar morðhótanir til fyrrverandi samstarfsmanna og ógnandi skilaboð til fjölskyldna þeirra voru send. Lára Ómarsdóttir vildi ekki tjá sig um í hvaða lögsögu Róbert hafi verið þegar hótanir voru sendar. Því liggur ekki fyrir hvort umræddar morðhótanir eigi við íslensk lög eða hvort lögsaga sé erlendis. Einstaklega gott símasamband virðist hafa verið í flugferð Róberts, ef marka má orð Láru en 30 textaskilaboð voru send á þessum tíma.

Ekki er vitað á hvaða ferð Róbert var á þessum tíma en tímalengd flugferðarinnar vekur athygli en textaskilaboð Róberts voru send á um 18 klukkustunda timabili. Tímabilið sem um ræðir gefur til kynna að Róbert hafi getað flogið frá Íslandi til New York þrisvar sinnum eða tvisvar sinnum frá Íslandi til San Fransisco á meðan hann sendi umrædd textaskilaboð.

Fyrrum dómsmálaráðherra skilur ekki ásakanir Róberts

- Auglýsing -

Þá hefur Sigríður Anderssen tjáð sig um fyrirhugaðar rógsherferðir og ásakanir um íslenska embættismenn en hún var dómsmálaráðherra á þeim tíma sem fyrirhuguð rógsherferð á hendur þeim átti að hafa verið í undirbúningi af Róbert. Hún segist illa skilja árásir Róberts og að „svona talsmáti væri auðvitað marklaus“ og kallaði eftir málefnalegri gagnrýni á opinbera starfsmenn.

Haraldur Johannessen og sonur hans Matthias Johannessen hafa sagst vera að skoða lagalega stöðu sína vegna málsins. Páli Winkel fangelsismálastjóra var mjög brugðið þegar Mannlíf ræddi við hann um ásakanir Róberts og fyrirhugaða rógsherferð á hendur honum:

„Mér brá við að sjá þessi gögn, varð eiginlega orðlaus. Ég átta mig ekki á því hvaða vegferð þetta er og veit ekkert hvers vegna ég er í skotlínu einhvers fjármálamanns sem ég hef aldrei hitt og aldrei talað við.“

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -