Fimmtudagur 30. júní, 2022
10.8 C
Reykjavik

Róbert Wessman var með stór áform um útgáfu: Enginn þorði að gefa út bókina um Björgólf Thor

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Athafnamaðurinn Róbert Wessman fyrirhugaði að gefa út heimildarbók í óþökk Björgólfs Thors Björgólfssonar, samkvæmt heimildum Mannlífs. Breski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Nick Kochan var ráðinn til verksins og mikill metnaður var að baki útgáfunni.

Nick Cochan rithöfundur

Nick mun hafa komið til Íslands í tvígang og átt samráðsfundi með Róberti og Þór Kristjánssyni fyrrum bankaráðsmanni hjá Landsbanka Íslands og Straumi banka. Jafnframt voru settir upp fundir með ýmsum heimildarmönnum og má þar nefna: Gunnar Anderssen þáverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, Inga Frey Vilhjálmsson blaðamann, forsvarsmenn slitastjórna og Vilhjálm Bjarnason þáverandi þingmann. Ekkert varð þó af útgáfu bókarinnar þar sem erlendir útgefendur fengust ekki til að gefa hana út. Björgólfur Thor gaf síðan sjálfur út viðskiptasögu sína í júní 2014.


„Deep throat“ skipti um lið


Fjármögnun „bókaverkefnisins“ mun hafa verið að mestu í höndum Róberts. Fjármögnun var þó ekki aðeins fólgin í þóknun til breska blaðamannsins sem var í reiðufé, heldur stýrði svokallaður „deep throat“ verkefninu á bakvið tjöldin gegn greiðslu. Fáir vissu meira um umsvif Björgólfsfeðga á þessum tíma en Þór Kristjánsson sem hætti skyndilega störfum hjá Ingimari Ingimarssyni hjá Bravo í Rússlandi og „skipti um lið“. Hann hóf þá störf hjá Björgólfsfeðgum sem elduðu grátt silfur við Ingimar á þessum tíma.

Þór Kristjánsson bjó yfir mikilvægum upplýsingum. 

Mikið traust og vinskapur mun hafa ríkt á milli Þórs og Björgólfs Guðmundssonar sem lauk skyndilega eftir fjármálahrunið. Hann ákvað að skipta um „lið“ í annað sinn og leitaði nú til Róberts, sem tók hann undir sinn verndarvæng. Vistaskiptin eru þó sögð hafa verið með því skilyrði að Þór annaðist útgáfu heimildarbókar um Björgólf Thor og afhenti umfangsmikið magn gagna, meðal annars tengdum bankaráði Landsbankans. Gagnasafnið mun hafa nýst í PR-skærur og undirbúning hópmálsóknar í nafni fyrrum hluthafa bankans. Í staðinn mun Þór hafa verið gerður að framkvæmdastjóra hjá lyfjafyrirtækinu og hefur frá þeim tíma búið í Flórida ásamt fjölskyldu sinni. Annar fyrrum bankaráðsmaður Landsbankans var ráðinn til Alvogen á sama tíma en sá bar ábyrgð á starfsþróunarmálum fyrirtækisins í um átta ára skeið. Róbert mun hafa talið mikilvægt að hafa „gott aðgengi“ að upplýsingum úr bankaráði Landsbankans í deilum sínum við Björgólf Thor.

Ólafur Ólafsson


Ólafur Ólafsson hjá Samskipum er sagður hafa verið sérstaklega áhugasamur um fjármögnun útgáfunnar á þessum tíma og að trúnaðargögn úr bankaráðinu yrðu nýtt til að upplýsa um viðskipti stærsta eiganda Landsbankans fyrir hrun. Hann mun einnig hafa séð séð leik á borði til að jafna út umræðuna um eigendur íslensku bankana.

Enginn útgefandi


Það var á árinu 2013 sem bókaverkefnið var formlega flautað af en þá hafði ekki tekist að finna útgefanda. Tugir milljóna króna höfðu þá verið lagðar í kostnað og undirbúning. Breski blaðamaðurinn ræddi við ýmsa alþjóðlega útgefendur á þessum tíma en enginn þeirra treysti sér til að gefa bókina út. Útgefendur sem rætt var við munu hafa óskað eftir umtalsverðum fjárhæðum í tryggingar fyrir hugsanlegum málsóknum er erfitt reyndist að standa undir.

- Auglýsing -

Fyrirvari: Útgefandi Mannlífs hefur kært Róbert Wessman til lögreglu fyrir yfirhylmingu vegna innbrots á ritstjórn Mannlífs og í bifreið ritstjórans í janúar sl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -