Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

„Roll Model“ – Lizzo hefur ekkert að fela

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Poppstjarnan Lizzo deildi sexý bikinímyndum af sér á ströndinni á Instagram í gær, undir textanum „Roll Model“. Lizzo, sem er ein vinsælasta poppstjarna heims um þessar mundir, er alls ekki feimin við að sýna þrýstinn líkamann og tekur sjálfa sig greinilega ekki of alvarlega.

„Roll Model“ er augljóslega tilvísun í „role model“, eða „fyrirmynd“ á íslensku. Á tímum þar sem spanx selst eins og heitar lummur og fólk reynir hvað það getur að fela  „ástarhandföngin“, kemur Lizzo til dyranna eins og hún er klædd. Ok, lítið klædd.

View this post on Instagram

Roll Model.

A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) on

Lizzo hefur sætt gagnrýni fyrir líkama sinn, m.a. frá Jillian Michaels, sem þekktust er fyrir aðkomu sína að Biggest Looser. „Af hverju erum við að fagna líkama hennar? Af hverju skiptir það máli? Af hverju fögnum við ekki tónlistinni hennar?“ sagði Michaels í fréttaþætti Buzzfeed. „Því það verður ekki æðislegt ef hún fær sykursýki,“ bætti hún við.

Aðdáendur Lizzo voru fljótir að koma söngkonunni til varna en sjálf sagði hún í viðtali við Rolling Stone að hún vildi frekar vera þekkt fyrir tónlistarhæfileika sína en líkama sinn. Hún ítrekaði þó að hún hefði háð harða baráttu vegna sjálfsímyndar sinnar.


„Ég hef komist yfir líkamsskynjunarröskun og þróast,“ sagði hún. „Jákvæða líkamsímyndarhreyfingin er að ganga í gegnum það sama. Við erum að vaxa saman og þetta er erfitt en ég er glöð að tilheyra einhverju sem er svona náttúrulegt og lifandi.“

- Auglýsing -

Í samtali við tímaritið Glamour gagnrýndi hún þá staðreynd að hún væri kölluð „hugrökk“ fyrir að sýna líkama sinn en sama væri aldrei sagt um grannar konur. „Ég kann ekki við það þegar fólk heldur að það sé erfitt fyrir mig að sjá sjálfa mig sem fallega. Ég kann ekki við það þegar fólk er sjokkarað á því að ég skuli gera það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -