Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Rómantík við Kaffi Vest: „Þetta er það dúllulegasta sem ég hef lesið á facebook“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður sem er meðlimur í Facebook hópnum Vesturbærinn setti þar inn rómantíska frásögn í gær sem bræddi aðra meðlimi hópsins.

„Til þín sem komst inn á Kaffivest áðan, horfðir yfir salinn í leit að sæti og fannst þú ekki finna það, fékkst þér vatnssopna horfðir aftur beint í augu mér og gekkst svo út.

Það var laust sæti en kannski varstu svona hógvær, og þegar ég fór út nokkru seinna sá ég að þú hafðir fengið þér sæti á bekknum fyrir utan kaffihúsið og gulur köttur hreiðraði um sig í kjöltu þinni.
Þú horfðir aftur beint í augu mín og brostir.
Á meðan ég var að föndra við hjólið mitt og tefja tímann áður en ég lagði af stað í Melabúðina þá hugsaði ég hvernig ég gæti vakið athygli þína eitt augnablik svo ég stoppaði fyrir framan þig á bekknum og sagði “falleg” eða eitthvað svoleiðis held ég, þú leist upp og síðan á köttinn og sagðir “já er hún ekki kósý”……….
Ég vildi bara koma því til skila að ég átti ekki við köttinn heldur þig.
Ps. Eftir að hafa keypt mér hálfann kjúkkling og Pepsímax í Melabúðinni og var á leiðinni heim þá ásótti mig hugsunin um að skrifa um þetta atvik en ég veit ekkert af hverju ég set þessar hugsasnir fyrir almanna sjónir hérna en vanalega fara smásögurnar mínar beina leið í pappakassann hjá barnafötunum uppi á háalofti.
ps.ps þetta bréf er ekki kostað af Melabúðinni, PepsiMax eða Kaffivest.

Kveðja úr Vesturbænum.“

Viðbrögðin við færslunni hafa verið gríðarleg en þegar þetta er ritað hafa alls 775 líkað við hana og hátt í 40 athugasemdir verið skrifaðar og eru þær allar á svipaðan máta, þakklæti fyrir fallega frásögn.

Til dæmis er Eygló nokkur mjög hrifin. „Þetta er það dúllulegasta sem ég hef lesið á facebook.“
Hlín er spennt fyrir framhaldinu. „Ástir og örlög í Vesturbænum. Bíð spennt eftir framhaldssögu.“
Raggi er einnig mjög ánægður með þessar færslu. „Fallegt brot úr hvunndagsleikanum í vesturbænum. Takk fyrir að deila þessu.“
Þórunn Antonía, söngkona tjáir sig einnig við færsluna. „Omg en FALLEGT.“

Nú er bara að bíða og sjá hvort örlögin leiði þau saman aftur og ástin kvikni en eins og Mark Twain sagði: „Þegar þú fiskar eftir ástinni, skaltu beita hjarta þínu frekar en heilanum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -