Knattspyrnugoðsögnin portúgalska Cristiano Ronaldo, sem núverið fékk sig lausan frá Manchester United, hefur samþykkt tilboð frá Al Nassr í Sádí Arabíu, samkvæmt heimildum 433.is.
Launin sem Ronaldo fær hjá nýja félaginu eru stjarnfræðileg, eða því sem næst: Hljóða árslaun Ronaldos upp á 173 milljónir punda á ári og leitt er líkum að því að Ronaldo hafi gert tveggja ára samning.
Stærstu lið Evrópu hafa ekki viljað semja við Ronaldo sem verður 38 ára á næsta ári; hann hefur sagt að hann ætli að hætta að spila fertugur.
Launin sem Ronaldo fær eru algjört met; hann þiggur heila 29,5 milljarða króna í laun fyrir árið; Ronaldo hefur þénað ótrúlegar upphæðir á ferli sínum en aldrei eins og núna ef rétt reynist.