Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Rósa lagði hart að Ágústi að hætta ekki í bæjarstjórn: „Hún veit að Valdimar er tregari í taumi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ágúst Bjarni Garðarsson er bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, en hann komst inn í síðustu sveitarstjórnarkosningum fyrir hönd Framsóknarflokksins og óháðra; sá eini úr því framboði sem hlaut kosningu.

Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meirihlutastjórn með Ágústi, en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fimm menn kjörna í áðurnefndum kosningum. Meirihlutastjórn þessara flokka hefur starfað saman síðan.

Í nóvember í fyrra tilkynnti Ágúst að hann ætlaði að bjóða sig fram til alþingis. Framsókn vann stórsigur í kosningunum í september síðastliðnum og mjög óvænt var Ágúst kosinn sem þingmaður, þvert ofan í allar spár.

En hvað ætlar Ágúst að gera?

Mannlíf heyrði hljóðið í Ágústi og spurði hann hvað hann ætlaði að gera núna þegar hann er bæði kosinn sem bæjarfulltrúi og þingmaður.

„Staðan er þannig að ég er formaður bæjarráðs og við erum í miðri á með fjárhagsáætlun. Seinni umræða er 8. desember. Ég mun klára þá vinnu, en stíga svo til hliðar á næstu vikum. Varabæjarfulltrúi minn er skólastjóri, Valdimar Víðisson, í stórum skóla og við erum að reyna finna lendingu á þessum málum. Ég hef þegar sagt mig frá setu í hafnarstjórn og stjórn Sorpu,“ sagði Ágúst.

- Auglýsing -

Öllum heimildarmönnum Mannlífs ber saman að Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, hafi viljað í lengstu lög halda Ágústi í bæjarstjórn, og lagt hart að honum að hætta ekki í bæjarstjórn; Rósa vildi að hann sinnti báðum áðurnefndum störfum, en myndi minnka eitthvað við sig í nefndarstörfum; jafnvel hætta öllum nefndarstörfum fyrir Hafnarfjarðarbæ.

Eða eins og einn af mörgum heimildarmönnum Mannlífs í stjórnkerfi Hafnarfjarðarbæjar sagði:

„Rósa kippti sér lítið upp við það þegar Ágúst tilkynnti framboð sitt, enda var hann í öðru sæti og hvorki Rósa né flestir aðrir áttu von á að Ágúst kæmist inn, en annað kom á daginn. Rósa vill ekki að Ágúst Bjarni hætti sem bæjarfulltrúi – hún lagði til að hann héldi áfram og minnkaði við sig eða hætti jafnvel alveg að vera nefndarfulltrúi – yrði sem sagt bæjarfulltrúi og þingmaður.

- Auglýsing -
Valdimar Víðisson.

Rósu finnst gott að vinna með Ágústi, og ég er ekki að segja að hún treysti ekki Valdimari Víðissyni sem tekur við af Ágústi sem oddviti Framsóknar og óháðra, en það alveg óhætt að segja að Rósa er lítt spennt fyrir að starfa með nýjum manni í meirihlutanum, jafnvel þótt stutt sé til kosninga. Hún veit að Valdimar er tregari í taumi en Ágúst.“

 

Samkvæmt ummælum Ágústar hér í fréttinni að ofan mun Rósa missa hann úr bæjarstjórn og inn á þing eftir nokkrar vikur, hvort sem henni líkar betur eða verr, og deginum ljósara að Valdimar Víðisson mun taka sæti hans.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -