Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Rósa varð ólétt í kvennafangelsinu – Vildi milljón króna í bætur frá ríkinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rósa Dröfn Sigurðardóttir varð ólétt af völdum karlfanga í Kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem hún sat í gæsluvarðhaldi árið 1990 vegna grófrar líkamsárásar. Upphaflega var hún til rannsóknar vegna tilraunar til manndráps en var á endanum dæmd fyrir auðgungarbrot.

Þegar ljóst varð að Rósa var barnshafandi  í fangelsinu var hún leyst úr haldi og krafðist hún í kjölfarið einnar milljónar króna skaðabóta frá ríkinu fyrir ónauðsynlegt gæsluvarðhald. Ríkið var sýknað af kröfu Rósu.

Rósa Dröfn hafði setið í gæsluvarðhaldi í Kvennafangelsinu í Kópavogi frá því í ágúst 1989 vegna rannsóknar á hrífsstungumáli og auðgunarbrotum. Af óljósum ástæðum var karlfangi vistaður í sama fangelsi og tókust með þeim Rósu það góð kynni að hún varð ólétt af.

Manndrápstilraun

Rósa Dröfn sætti opinberri rannsókn vegna ætlaðrar manndrápstilraunar sumarið 1989 og var í gæsluvarðhaldi í kvennafangelsinu frá þeim tíma. Í undirrétti var Rósa dæmd í 6 ára óskilorðsbundið fangelsi en Hæstiréttur sýknaði hana endanum af manndrápstilraun en dæmdi hana í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir auðgunarbrot.

Á meðan málið var reifað í Hæstarétti var Rósa vistuð í kvennafangelsinu í Kópavogi en þar var hún fljótlega færð úr einangrun. Síðar kom þangað karlfangi til vistunar og leiddu kynni þeirra innan veggja fangelsins til þungunar Rósu.

- Auglýsing -

Það var í júlímánuði 1990 sem Rósa fékk grun um óléttuna og í ágústmánuði leiddi þvagrannsókn í ljós þungunina. Þann 12. september staðfesti sérfræðingur í kvensjúkdómalækningum að fæðingar væri að vænta í mars næsta ár sem staðfesti náin kynni fanganna um mitt sumar 1990.

Vildi milljón í bætur

Skömmu fyrir heimsókn kvensjúkdómalæknisins gerði Rósa þá kröfu að sér yrði tafarlaust sleppt, á þeim rökum að sjúklinga, vanfærar konur eða konur með barn á brjósti skuli úrskurða til vistunar á spítala eða öðrum viðeigandi stað. Við sama tækifæri fór hún fram á milljón króna í skaðabætur vegna vistunarinnar í kvennafangelsinu.

- Auglýsing -

Íslenska ríkið var sýknað af kröfum Rósu þar sem það var talið ótvírætt að hún hafi átt að sæta gæsluvarðhaldi og að ákvæði laga um vanfæra fanga væri fyrst og fremst til þess ætlað að tryggja meðferð við hæfi. Lögin útilokuðu ekki vistun í fangelsi svo fremi sem að heilsu fanga væri borgið.

Hnífsstunga í Austurstræti

Rósa Dröfn var 22 ára gömul þegar hún var dæmd til 6 ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, rán, þjófnaði og skjalafals. Það var í undirrétti en dómurinn var síðar lækkaður í tvö ár í Hæstarétti og til frádráttar refsingunni komu 381 dagar sem Rósa sat í gæsluvarðhaldi.

Rósa stakk mann með hnífi á veitingahúsinu Gullinu við Austurstræti, aðfaranótt 26. ágúst 1989, þegar maðurinn vildi ganga á milli hennar og manns sem hún átti í útistöðum við. Stakk Rósa manninn í síðuna svo af hlutust miklar blæðingar og þurfti maðurinn að gangast undir skurðaðgerð þar sem milta hans var fjarlægt.

Rósa var einnig sakfelld fyrir að hafa ásamt öðrum rænt tveimur áfengisflöskum af manni í húsi við Laugaveg og barið viðkomandi með steini; tvo þjófnaði og margvíslegt skjalafals, svo sem tékkafals og misnotkun greiðslukorta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -