Miðvikudagur 8. desember, 2021
0.8 C
Reykjavik

Rúðubrjótur í slagsmálum við íbúa – Par tók til fótanna og sveik leigubílstjóra

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Slagsmál áttu sér stað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í nótt. Þar hafði maður brotið rúðu og hafði íbúi afskipti af honum. Maðurinn tók því ekki vel og enduðu samskipti mannanna með slagsmálum. Hlutu mennirnir minniháttar áverka við átökin.

Skömmu fyrir klukkan sjö í gærkvöldi voru tveir ungir piltar handteknir í miðbæ Reykjavíkur. Mennirnir eru grunaðir um sölu fíkniefna en voru látnir lausir að skýrslutöku lokinni.

Löreglunni barst tilkynning um hjólreiðaslys í miðbæ Reykjavíkur skömmu eftir klukkan eitt í nótt. Lögreglan ræddi við vitni að slysinu. Sagði vitnið manninn hafa komið á fleygiferð niður Bankastræti, yfir Lækjargötu þar sem hann rakst svo utan í steinstólpa. Maðurinn hlaut áverka á andliti og var fluttur á bráðadeild með sjúkrabíl.

Þá var lögreglu gert viðvart um par sem stakk af frá leigubíl án þess að borga reikninginn. Ekki reyndist erfitt að hafa upp á fólkinu þar sem konan gleymdi tösku sinni í bílnum. Lögregla þekkti til mannsins og var hann kærður fyrir greiðslusvik.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -