Mánudagur 6. desember, 2021
1.8 C
Reykjavik

Rúmenskur dáleiðari bjargaði lífi rithöfundarins Guðrúnar Evu: „Er ekki lengur barn hraðans“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Guðrún Eva Mín­ervu­dótt­ur, einn besti rithöfundur þjóðarinnar, ræddi um hvernig hún fór á flug sem rit­höf­und­ur um alda­mót­in. Hún fór yfir líf sitt í samtali við bræðurna Gunn­ar og Davíð Wii­um í hlaðvarpsþættinum Þvotta­hús­inu.

Guðrún segir svo frá að fyr­ir um fimm árum klessti hún einfaldlega á vegg með sjálfa sig. Hún fann að hún var að brenna upp í báða enda, tætt að inn­an og kort­er í kuln­un, jafnvel tíu mínútur.

Hún leitaði sér hjálp­ar hjá vin­konu sinni sem sendi hana til dá­leiðara frá Rúm­en­íu, en sá kenndi Guðrúnu Evu að það eina sem hún gæti gert í þessu ástandi væri að hug­leiða; að hug­leiðslan leiddi hana í djúpslök­un.

Og í kjölfarið fór Guðrún Eva að ná fót­fest­u á nýjan leik í líf­inu á hátt sem henni var ekki kunn­ug­ur um áður.

Breytingin varð mikil og segir Guðrún Eva að hún hafa farið úr því að vera barn hraðans í rólegheit og áreynslu­leysi.

Hún segir að síðan þá hafi hún starfað sem rithöfundur án strits, hraða og streytu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -