Laugardagur 14. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Rúmlega 100 hross fórust í óveðrinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú liggur fyrir að rúmlega 100 hross fórust í veðurofsanum sem gekk yfir Norðurland vestra dagana 10.-12. desember 2019. Þetta kemur fram í grein á vef MAST. Þar segir að þetta séu mestu afföll á hrossum í áratugi og svarar til um 0,5% þeirra 20.000 hrossa sem ætla má að hafi verið á útigangi á þessu landssvæði.

Hross fórust á 46 bæjum. Oftast var um að ræða eitt til fjögur hross á hverjum bæ, sem gerir að meðaltali tvö hross á bæ.

„Dreifingin endurspeglar að afföllin verða ekki rakin til óviðunandi aðbúnaðar eða undirbúnings á einstaka bæjum en ljóst má vera að veðrið kom mishart niður á svæðum innan landshlutans. Hross á öllum aldri fórust í óverðinu; 29 folöld, 34 trippi og 30 hryssur, en einnig drápust 15 hestar, flestir fullorðnir. Hryssurnar voru sömuleiðis í flestum tilfellum í eldri kantinum og því má segja að elstu og yngstu aldurshóparnir hafi orðið verst úti í óveðrinu,” segir í grein MAST.

Í henni segir að algengast var að hross hefði hrakið undan veðri í skurði, girðingar eða aðrar hættur en einnig fennti hross sem stóðu í skjóli, þ.m.t. hross sem rekin höfðu verið sérstaklega í skjól og gefið þar. Dæmi voru um tveggja metra snjódýpt niður á hræin, en gríðarlegir skaflar mynduðust hvar sem skjól var að finna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -