Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Runólfur óttast að kveikt verði í húsinu hans: „Lét húsið ekki standa til að æsa fólk upp“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Runólfur Oddsson, húseigandi að Undralandi 4 í Fossvogshverfinu í höfuðborginu og litli bróðir Davíðs Oddsonar, ritstjóra Morgunblaðsins, er hræddur um að einhver kunni að kveikja í húsinu hans. Hann er sérstaklega smeykur um það eftir að nágranni hans, Eiður Valgarðsson, velti því upp hvort ekki væri kominn tími á að halda áramótabrennu með húsinu hans Runólfs.

Nú þegar hafa verið framin skemmdarverk á húsinu hans Runólfs, meðal annars allar rúður þess brotnar og það ítrekað. Hann óttast framhaldið. „Það er nú ekki á hverjum degi að hvatt er til að kveikt sé í húsum í bænum. Sú hætta er fyrir hendi. Þetta gefur bara veiðileyfi á húsið frá öllum skríl sem gengur laus. Það er búið að mölva hjá mér 21 rúðu en lögreglan gerir ekki neitt,“ segir Runólfur.

Húsið hans Runólfs hefur staðið óhreyft í áratug vegna deilna hans við tryggingafélög og Orkuveitu Reykjavíkur vegna mikils vatnstjóns sem hefur orðið til þess að húsið er gjörónýtt. Hann segist því ekki hafa gert það að leik sínum að láta húsið grotna niður, nágrönnum til ama, heldur þurfi einfaldlega að rífa þetta niður og byggja nýtt. Runólfur vill hins vegar fá úr því skorið hvort hann fái það ekki bætt. „Ég hefði kannski getað haldið garðinum aðeins betur til en ég lét húsið ekki standa til að æsa fólk upp. Það er ekki eins og ég sé að leika mér að þessu. Hefði ég samt farið að mála eða eitthvað hefði það verið eins og mála stýrishús á bát sem er að sökkva. Núna er ég búinn að vera í málaferlum í mörg ár við Orkkuveituna og tryggingafélögin sem skiptast á því að neita að bera ábyrgð. Ég hef eiginlega aldrei heyrt annað eins rugl því það liggur ljóst fyrir að það er svakalegur leki þarna. Húsið er auðvitað orðið einskis virði en matskerfið á Íslandi er því miður líka ónýtt,“ segir Runólfur og heldur áfram:

„Matskerfið er þannig að það getur hver einasti tækni- eða verkfræðingur skráð sig sem matsmenn og svo hafa dómarar í héraðsdómi kannski ekki mikið vit á þessu og treysta því næstum alfarið á þá. Nú er búið að draga mig á asnaeyrunum í tíu ár. Ég er búinn að vera í þeirri erfiðu stöðu að þurfa sanna að tjónið sé ekki mitt. Ég vil bara að rétt sé rétt og hef því á meðan hvorki getað gert neitt þarna né selt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -