Mánudagur 27. mars, 2023
-1.2 C
Reykjavik

Rússar ráðast af fullum þunga inn í aðra stærstu borg Úkraínu

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Karkív er borg í norðaustur-Úkraínu. Hún er önnur stærsta borg landsins og höfuðstaður Karkív-oblast.

Á síðu Christ Grozev, rannsóknarblaðamanns frá Búlgaríu sem sérhæfir sig í málefnum Rússa, er átaklegri stöðu lýst í borginni.

Staðan í Karkív í dag var vægast sagt hræðileg, eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

 

Rússar virðast flestir vera andvígir innrásinni og hefur fjölmiðlamógúllinn Evgeny Lebedev notað dagblað sitt til að biðla til Pútín um að stöðva innrásina í Úkraínu.

- Auglýsing -

Í blaðinu segir: „Ég bið ykkur um að nota samningaviðræður dagsins til að binda enda á þessi hræðilegu átök í Úkraínu.

Í yfirlýsingunni sem birt var samhliða ljósmynd af sjúkraliða sem framkvæmir endurlífgun á stúlku sem slasaðist af skotárás, sagði Lebedev: „Á þessari ljósmynd eru lokamínútur sex ára barns sem slasaðist lífshættulega eftir sprengjuárás á Mariupol íbúðarhúsi í gær, sunnudag.

- Auglýsing -

Hún er enn í bleika jakkanum sínum á meðan læknar berjast við halda henni á lífi. En það er of seint. Börn og fjölskyldur takast á við svipuð örlög víðs vegar um Úkraínu.

Sem rússneskur ríkisborgari bið ég þig um að koma í veg fyrir að Rússar drepi úkraínska bræður sína og systur.

Sem breskur ríkisborgari bið ég þig að bjarga Evrópu frá stríði. Sem rússneskur þjóðrækinn bið ég um að þú komir í veg fyrir að fleiri ungir rússneskir hermenn deyji af óþörfu. Sem heimsborgari bið ég þig um að bjarga heiminum frá tortímingu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -