• Orðrómur

Rússneskir þrjótar halda Bauhaus á Íslandi í gíslingu – Krefjast svimandi upphæða í rafmynt

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rússneskir tölvuþrjótar halda byggingavöruverslun Bauhaus á Íslandi í gíslingu og hafa gert í tæpar þrjár vikur. Bófarnir krefjast svimandi hárra upphæða í lausnargjald og vilja fá greitt í rafmynt. Fjárhæðin er það há að eigendur búðarinnar undirbúa sendingu nýs kerfis og tölvubúnaðar til landsins.

Þann 18. júní síðastliðinn var brotist inn í tölvukerfi Bauhaus og það tekið yfir. Frá þeim degi höfðu starfsmenn fyrirtæksins ekki lengur aðgang að sölukerfinu og hafa undanfarnar vikur því reynt á þolrif þeirra, sem og fjölda viðskiptavina verslunarinnar sem hafa átt inni ósóttar vörupantar sem engar upplýsingar fást um. Á sama tíma hvarf símkerfið í hendur þrjótanna þannig að erfitt hefur verið á köflum að ná inn til búðarinnar.

Þær upplýsingar fengust í dag frá Bauhaus að Rússarnir krefjist svimandi hás lausnargjalds, upphæðin sé það há að eigendurnir hafa ákveðið að ganga ekki að samningaborðinu og senda frekar nýjan búnað til landsins. Sendingarinnar er beðið með óþreyju í byggingavöruversluninni sem liggur í hálfgerðum dvala á meðan gíslatökunni hefur staðið.

- Auglýsing -

Þjónusta við viðskiptavini hefur því verið takmörkuð síðustu vikur en hægt er að hafa samband við Bauhaus í gegnum Facebook-síðu fyrirtækisins eða í farsímanúmerið 839-5800.

Hjá Bauhaus á Íslandi er sem stendur ekki hægt að:

  • Gera sérpantanir
  • Sækja sérpantanir
  • Svara tölvupósti
  • Gera sértilboð á Fyrirtækjasviði
  • Leiðrétta afsláttarkjör á fyrri kaupum

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -