Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Rússneskum ferðamönnum víða gert erfitt um vik – Geta aðeins sótt um árit­anir á mánu­dög­um

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Frá inn­rás Rússa­ í Úkra­ínu í lok febr­úar og fram í byrjun sept­em­ber gaf íslenska sendi­ráðið í Moskvu út 125 skamm­tíma­á­rit­anir inn á Schen­gen-­svæðið, til rússneskra ríkisborgara, en þetta kemur fram í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn vefmiðilsins Kjarn­ans.

Í svarinu segir að þessi tala jafn­gildi ekki þeim fjölda rúss­neskra ferða­manna sem gætu  hafa komið til Íslands á þessu tíma­bili; meðal annars vegna þess að ein­hverjir ferða­menn sem hafa haft gilda áritun til ann­ars ríkis á Schen­gen-­svæðinu gætu hafa haft við­dvöl hér á landi.

Sum ríki á Schen­gen-­svæðinu ætla sér að loka á rúss­neska ferða­menn, en á und­an­förnum vikum hefur verið lagt til á vett­vangi ESB að gera það erf­ið­ara sem og dýr­ara fyrir ferðamenn frá Rússlandi að ferð­ast til Evr­ópu: Póli­tískur vilji var til staðar á fundi utanríkisráðherra sam­bands­ins – en hann var haldinn 31. ágúst.

Í framhaldinu lagði fram­kvæmda­stjórn ESB fram til­lögu, þann 6. sept­em­ber, um að gild­andi samn­ingi við Rúss­land um útgáfu Schen­gen-á­rit­ana yrði rift.

Segir svo frá – sam­kvæmt umfjöllun vefrits­ins Schen­gen­Visa­Info – að til­lög­urnar muni fela það í sér að rúss­neskir ferða­menn munu þurfa að greiða meira fyrir árit­an­ir: Hækkar upphæðin í 80 evrur úr 35 evrum; og hámarks­tím­inn sem umsóknir eiga að taka verði lengdur úr 10-15 dögum í 45 daga. Einnig að erf­ið­ara verður að fá árit­anir sem gilda til fleiri en einnar ferðar inn á Schen­gen-­svæðið; umsækj­endur þurfi að fram­vísa enn fleiri gögn­um.

Nokkur ríki hafa þó ákveðið að ganga enn lengra – og frá 19. sept­em­ber næstkomandi ætla Eystra­salts­ríkin þrjú, Eist­land, Lett­land og Litá­en (auk Pól­lands) að hætta tíma­bundið að afgreiða vega­bréfs­á­rit­anir inn á Schen­gen-­svæðið til Rússa sem vilja ferðast; meina Rússum aðgang að ríkj­un­um.

- Auglýsing -

Og Finnar leggja líka til eitt og annað í tengslum við hrikalega innrás Rússa í Úkraínu; en finnskar sendi­skrif­stofur afgreiða tíu pró­sent af því sem þær áður gerðu og Finn­land hefur líka þegar gripið til þess úrræðis að fækka útgefnum vega­bréfs­á­rit­unum til rúss­neskra ríkisborg­ara um heil níutíu pró­sent. Hafa sendi­skrif­stofur Finn­lands aðeins afgreitt um eitt hundrað umsóknir um Schen­gen-á­rit­anir frá 1. sept­em­ber.

En áður en þessar hömlur voru settar á afgreiðslu umsókna frá Rússlandi, voru eitthvað um eitt þúsund manns að fá árit­anir þar á hverjum degi.

Því er það svo að Rússar geta aðeins sótt um árit­anir hjá finnsku sendi­skrif­stof­unum á mánu­dög­um.

Pekka Haavisto.
- Auglýsing -

Utan­rík­is­ráð­herra Finn­lands, Pekka Haavisto, útskýrði ákvörðun finnskra stjórn­valda og sagði að Finn­land vilji ekki vera við­komu­staður rúss­neskra ferða­manna, sem vildu kom­ast til ann­arra ríkja:

„Þeir koma til Helsinki-flug­vallar og fara beint í frí ann­ars stað­ar. Það er ekki hlut­verk sem Finn­land vill gegna,“ sagði Haavisto við rík­is­mið­il­inn finnska, Yle.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -