Rússneskur ryðdallur nærri sokkinn í Njarðvíkurhöfn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rússneski togarinn Orlik var nærri sokkinn í Njarðvíkurhöfn í gær. Ástand skipsins er afar bágborið og verður því fargað á næstu dögum.

Togarinn hefur legið bundinn við bryggju frá árinu 2014 og hefur ástand hans farið hríðversnandi. Skipið er að ryðga í sundur og er ryðgat á skrokki hans ástæða þess að það var nærri sokkið.

Samkvæmt vef Víkurfrétta, sem greindi fyrst frá málinu, var það Sigurður Stefánsson kafari sem tók eftir því í gærkvöldi að skipið væri að sökkva. Dælum var komið fyrir um borð í skipinu sem komst á réttan kjöl um 2 leytið í nótt.

Fleiri göt eru tekin að myndast á skrokknum og hefur verið ákveðið að flýta förgun skipsins. Það verður dregið upp í fjöru við Skipasmíðastöð Njarðvíkur á næstu dögum þar sem því verður fargað.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira