- Auglýsing -
Lögreglumenn lenti í kröppum dansi þegar þeir komu á vettvang í heimahúsi. Bandbrjálaður maður var í óða önn að rústa heimilinu. Hinn óði lét ekki segjast þótt lögreglumenn væru komnir á vettvang og neyddust þeir til að taka hann tökum. Náði hann að bíta annan lögreglumanninn og var uppi með alvarlegar hótanir í garð laganna varða. Dólgurinn var handtekinn og hann læstur inni í fangageymslu þar sem hann sefur nú.
Annar ofbeldisseggur var staðinn að verki við slagsmál og hótanir. Hann notaði hann skrúfjárn til þess til þess að hóta öðrum með.